Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 21
ÁHRIF BRENNISTEINSÁBURÐAR 19
Hey (hkg/ha)
Hay (hkg / ha )
5. MYND. Heyfengur og (N/S)t hlutfall í grasi.
FIG. 5. Hay yield and (N/S), ratio in grass.
= 16, sem svarar til hámarksgrasvaxtar,
svipað og heimildir geta um. Umræddur
munur á markgildum brennisteinsskorts
stafar því að líkindum af þroskamun gras-
anna. Markgildið 0,10% S á við gras slegið
á algengum sláttutíma hérlendis.
Brennisteinn í grasi var mældur í sýnum
úr átta tilraunum. Marktækur vaxtarauki var
í þremur þeirra. An brennisteinsgjafar var
brennisteinn í grasi 0,10% S af þurrefni í
einni þeirra, en minni en 0,10% í hinum
tveimur. I þeim tilraunum, þar sem vaxtar-
auki var ekki marktækur, var brennisteinn-
inn 0,10% í einni, en meiri en 0,10% í
hinum fjórum. I tilrauninni á Grænavatni
fór brennisteinn í grasi ekki alltaf yfir
0,10% með brennisteinsgjöf. Gæti það bent
til þess að brennisteinsáburðurinn hafi ekki
verið fullnægjandi. Ofangreindar niðurstöður
eru í ágætu samræmi við markgildið, sem
fannst með ólíkri aðferð, þótt sömu gögn
væru notuð.
I nær öllum tilraununum með brennistein
hefur nokkur brennisteinn komið með fos-
fóráburðinum. Líklegt er því að brenni-
steinsskortur sé útbreiddari en tilraunaniður-
stöður benda til. Nú er algengast að nota
blandaðan áburð á tún. Allar tegundir af
blönduðum áburði eru brennisteinssnauðar
nema ein. Það samræmi, sem fundist hefur
miili brennisteinsmælinga í grasi og vaxtar-
svörunar í tilraunum, gefur vonir um að
kanna megi nánar útbreiðslu brennisteins-
skorts með efnagreiningu í grasi án um-
fangsmikilla tilrauna.
Brennisteinsmælingar þær, sem hér hefur
verið fjallað um, eru tilraun til þess að meta
brennisteinsþörf íslenskra túngrasa. Tiltölu-
iega fáar mælingar hafa enn verið gerðar og
því ber að taka með varúð þeim ályktun-
um, sem af þeim eru dregnar. Samt sem
áður gefa þær ákveðna vísbendingu um
brennisteinsþörfina. Rétt er að benda á
þann mun sem virðist vera á landshlutum
og eftir jarðvegi. Æskilegt væri að safna
meiri vitneskju og gera fleiri mælingar til
þess að fá skýrari og áreiðanlegri mynd af
áhrifum brennisteins á grassprettu.