Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 38
36 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
8. tafla: Samanburður á dráttarátaki á spildunum meó sömu plógstærð (1x16")
við mismikinn ökuhraöa
Table S: Comparison of traction power on the respective fields using the
same size of plough (1x16") at varying speeds.
Ökuhraöi, km/klst. Spilda nr. Field nr.
Speed km/hour 1 2 3 4 5* 6
2,5-2,9 38,4 50,0
3,0-3,4 41,1 46,5
3,5-3,9 45,5 40,5 52,0 53,3
i o 45,5 40,0
4,5-4,9 48,7 55,5 44,0 56,5
5,0-5,4 50,5 43,3
5,5-5,9 56,8
6,0-6,4 45,0
6,5-6,9
7,0-7,4 52,5
7,5-8,0 67,5
mýri með 10 ára gamalli framræslu er um
10 kp/dnr.
Dráttarátak óháð hraða, FQ> er oftast á bil-
inu 35—38 kp/dm2 nema í nýræstri mýri;
þar er það nokkru meira. Hraðastuðull, e,
sem er, eins og áður sagði, háður jarðvegs-
gerð og lögun moldverpis, er að jafnaði á
bilinu 3—5 nema á 1. spildu (túni á mel),
þar sem hann er nokkru hærri, sennilega
vegna meiri rúmþyngdar jarðvegsins.
Eins og fram kom í mælingunum, var
á hverri spildu reynt að ákvarða hámarks-
dráttarafl traktors, en það er, sem kunnugt
er, háð þyngd hans (+ þyngdaryfirfærslu)
og hjólgripsstuðli. I þessu skyni var fenginn
stuðullinn, Fjy (kg/dm2) á þann hátt, að
fundið var hlutfallið milli þverskurðarflatar
plógstrengs og þyngdar traktors, miðað við,
að dráttarafl traktors væri fullnýtt. Þetta
hlutfall er breytilegt eftir spildum, frá um
100 kg/dm2 á sandjarðvegi, í öðrum dæmum
120—130 kg/dm2 nema í nýræstri mýri
um 170 kg/dm2. Eftir þessum forsendum
eru tölurnar í 9. töflu reiknaðar, en þær eiga
að gefa vísbendingu um lágmarksþyngd
traktors við plægingu með lyftutengdum
plógum í mismunandi jarðvegi með ólíkum
plógstærðum og við breytilega vinnsludýpt.
Ef áðurnefndar forsendur eru í samræmi við
raunveruleikann, má ætla út frá 9. töflu, að
meðalstórir traktorar (1500—2000 kg) hafi
nægilegt dráttarafl fyrir einskera plóga nema
í nýræstri mýri. Hins vegar verður að nota
stóra traktora (þyngri en 2000 kg) fyrir
tvískera plóga nema á sandjarðvegi.