Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 60

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 60
58 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 7. Tafla. Metin frávik fyrir aldursflokka. Table 7. Constants for effect of age. Aldur, ár Fjöldi Kg mjólk Kg mjólkurfita- Eituprósenta Hæsta dagsnyt kg Age, year No. of Milk yield kg milk fat yield Fat percentage Maximum daily yield Observations kg kg 3 5341 -519+10 -19.5±0.4 0.058±0.005 -2.3810.05 4 4860 -132±10 - 3.6±0.4 0.051±0.005 -0.6510.05 5 3845 102±11 5.4±0.5 0.029±0.006 0.4410.05 6 3076 196±12 7.4±0.5 .-0.022±0.006 0.9110.06 7 2302 200±14 7.110.6 -0.029±0.006 0.9910.06 >8 5595 153+10 3.210.4 . -0.087±0.005 0,7010.05 á meðaltali fleiri mjólkurskeiða. Þess vegna verður erfitt að fullyrða með vissu, hvor að- ferðin gefi réttara mat. Auk framanskráðra skekkjuvalda er rétt að benda á, að við notkun aðferðar a. hafa erfðaáhrif í stofninum áhrif á matið. Ef gert er ráð fyrir, að um erfðaframför sé að ræða í stofninum, vegur hún til að bæta yngstu kýrnar og vegur þannig á móti förg- unaráhrifunum. Síðusm ár er farið að meta aldursáhrifin með aðferð, sem byggist á líkindahámörkum. Þessi aðferð tekur tillit til þess, að allt úrval sé gert með vissri skekkju. Henderson (1949) sýndi fram á, að með þeirri aðferð ætti að fást óskekkt mat. Miller et. al. (1966), sem báru þessa að- ferð saman við áðurnefndar tvær aðferðir við rannsóknir í Bandaríkjunum, fundu, að stuðlar metnir með aðferð a. voru líkari þeim stuðlum, sem fundnir voru með líkindahá- mörkum, en stuðlar fundnir með aðferð b. I þessum gögnum er eðlilegast að beita aðferð a. Leiða má að því rök, að þeirra skekkjuáhrifa, sem að framan eru talin, gæti minna í þessum gögnum en í mörgum er- lendum rannsóknum. Hér á landi er fremur lítið um, að ungum kúm sé fargað, hjá því sem víða gerist erlendis. Þeim kúm, sem falla ungar, er ekki einvörðungu fargað vegna afurðatregu, heldur einnig vegna ófrjósemi, júgurbólgu og annarra sjúkdóma. Þessirþætt- ir geta að vísu verið tengdir afurðum, en um það finnast engar rannsóknir á íslenzkum kúm. Þá virðist mega álykta út frá niðurstöð- um útreikninga á kynbótaeinkunnum nauta (Jón Viðar Jónmundsson, 1975), að ekki séu líkur á verulegri skekkju í mati á aldurs- áhrifum vegna erfðaframfarar. I 7. töflu eru sýndir þeir stuðlar, sem fundust fyrir áhrif aldurs. Hámarksafurðum ná kýrnar við sex til sjö ára aldur. Aldursáhrif þau, sem hér fund- ust, eru heldur minni en Magnús B. JÓNSSON (1968) fann í sinni rannsókn, en hann fann hæstar afurðir hjá kúm við sjö til tíu ára aldur. I erlendum rannsóknum, t. d. í Noregi (Syrstad, 1965), Kanada (Gravir og Hickman, 1966) og Bandaríkjunum (Mill- er et.al., 1966, Miller, 1973), er fundið, að hámarksafurðir nást við sex til níu ára aldur. Þau aldursáhrif, sem fundust í þessum erlendu rannsóknum, eru afmr á móti hlut- fallslega heldur minni en hér fannst. Fýrir mjólkurfitu fundust mjög áþekk aldursáhrif og fyrir mjólkurmagn, sem er eðlilegt vegna þess, að mjólkurmagnið ræður miklu um magn mjólkurfitu. Fundið er, að yngsm kýrnar hafa hæstu fituprósenm, og fer fimprósenta síðan nokk- uð jafnlækkandi eftir því, sem kýrnar verða éldri. Aldursáhrif fyrir þennan eiginleika em þó lítil. Magnús B. JÓNSSON fann í sinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.