Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 68

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 68
66 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR asta hluta skýrsluársins (október-desember), skila ekki meiri afurðum en hér kemur fram, eru áreiðanlega miklu fremur margs konar „skýrsluársáhrif" en áhrif burðartíma. Eftir því, sem kýrin ber síðar á árinu, verður geldstöðutíminn sennilega lengri, vegna þess að líkurnar á kúm, sem færa burð mikið, hljóta að aukast í hlutfálli við það, hve seint þær bera á árinu. Hjá kúm sem bera á fyrstu mánuðum skýrsluársins, verður að ætla, að áhrifin af tilfærslu burðar séu jákvæð á ársafurðir það árið, en neikvæð hjá þeim kúm, sem bera á síðari hluta ársins. Burðartímaáhrifin hjá kúnum, sem bera á síðustu mánuðum ársins, eru því að meiri hluta áhrif frá burðarmánuði árið áður en frá burðartíma á skýrsluárinu. I 10. töflu er sýnt meðalfrávik af hlutfallslegum afurðum hjá elztu kúnum í þeim tveimur landshlut- um sem flestar kýr eru frá í þessari rannsókn. Þær tölur virðast eindregið styðja framan- greinda ályktun. Þetta leiðir til þess, að þegar ársafurðir eru notaðar sem mælikvarði á afurðagem gripanna, verður öryggi þeirra upplýsinga háð burðartíma. Sérstakt vandamál verður að leiðrétta af- urðir hjá þeim kúm, sem ekki bera á árinu, Þær eru ósamstæðasti hópurinn. Til greina kemur að leiðrétta þær með sérstökum leið- réttingarsmðli, en einnig væri hugsanlegt að leiðrétta þær fyrir burðartímaáhrifum út frá upplýsingum um burðartíma árið áður, en öll raunveruleg burðartímaáhrif á ársaf- urðirnar hljóta að vera frá þeim burðarmán- uði. Aftur á móti mun hjá þessum kúm verulega vera farið að gæta áhrifa af tilfærslu á burðartíma, sem ætla mætti, að staðið gæti í öfugu hlutfalli við númer burðarmánuðar. I þessum gögnum eru engar upplýsingar um burðartíma hjá þessum kúm árið áður og því ekki unnt að kanna þetta frekar.. Ahrif burðartíma á fimprósenm voru lítil, eins og að framan segir. Magnús B. JÓNSSON (1968) fann lægsta fituprósenm hjá kúm, sem báru í ágúst, eins og fundið er hér. Sigurjón Steinsson (1967) fann lægsta fim- prósentu fullmjólka kúa, sem báru í desem- ber, en hjá fyrstakálfskvígum fann hann lægsta fituprósentu hjá þeim, sem báru í ágústmánuði. I norskum rannsóknum (Syrstad, 1965 og 1975) fannst afmr á móti lægst fituprósenta hjá kúm, sem bám um áramót (desember og janúar). Fáar eldri rannsóknir eru til á áhrifum burðartíma á hæsm dagsnyt hjá kúm hér á landi. Magnús B. Jónsson (1968) fann hæsta dagsnyt hjá fyrstakálfskvígum, sem bám í júní, en Þórður G. SigurjÓnsson (1973) fann afmr á móti hæsta hæstu dagsnyt hjá kvígum, sem báru í febrúar, en lægsta hjá þeim, sem báru í júní og sept- ember. Eins og áður er bent á, virðast raun- veruleg burðartímaáhrif fyrir þennan eigin- leika í þessum gögnum vera lítil. Til að kanna, á hvern hátt bezt væri að leiðrétta fyrir burðartímaáhrifum, var gerð hliðstæð greining á óvegnum meðaltölum og gerð var fyrir áhrif aldurs. Þessi greining sýndi, að margföldunarsmðlar gáfu betri leið- réttingu fyrir áhrifum burðartíma en sam- lagningarsmðlar. Þetta er í fullu samræmi við aðrar rannsóknir (Magnús B. JÓNSSON, 1968, Syrstad, 1965). Ákveðið var að leiðrétta állar kýr að apríl- bærum. Er það gert vegna þess, að á þeim mánuði bera langsamlega flestar kýr. Með því að leiðrétta að þeim hópi er nokkuð dregið úr þeirri hættu að draga inn nýjar skekkjur með leiðréttingunni (McDaniel, 1973). Allar skekkjur, sem fyrir eru í afurða- tölunum eru að sjálfsögðu margfáldaðar við leiðréttingu. Margföldunarsmðlarnir eru fundnir á sama hátt og gerð er grein fyrir fyrir aldursleiðréttingastuðlana. Stuðlarnir em sýndir í 11. töflu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.