Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 69
ÁHRIF ALDURS OG BURÐARTÍMA 67
11, tafla. Marqföldunarstuðlar til að leiðrétta fyrir áhrifum burðartíma.
Table 11. Multiplicative correction factors for effect of month of calving.
Burðarmánuður Month of calving Kg mjólk Milk yield kg kg mjólkur- fita Milk fat yield kg Fitu- prósenta Fat per- centage Hæsta dags- nvt kg Maximum daily yield kg
janúar 0,90 0,91 1,01 1,03
febrúar 0,93 0,94 1,01 1,02
marz 0,97 0,98 1,01 1,01
apríl 1,00 1,00 1,00 1,00
maí 1,04 1,04 1,00 0,99
júní 1,07 1,08 1,01 1,00
júlí 1 ,08 1,10 1,01 1,01
ágúst 1,06 1,09 1,02 1,00
september 1,04 1,05 1,01 1,03
október 1,03 1,03 1,00 1,04
nóvember 1,04 1,05 1,00 1,01
desember 1,06 1,08 1,01 1,07
bar ekki 1,06 1,06 1,00 1,19
no calvina
Munur milli landshluta
í aldurs- og burðartímaáhrifum.
Fundið hefur verið í öðrum rannsóknum, að
áhrif aldurs og burðartíma á afurðir er t. d.
að vissu marki háð meðalafurðum á búinu
(Magnús B. Jónsson, 1968, Syrstad, 1965),
og einnig að þau séu mismunandi eftir lands-
svæðum (Syrstad, 1965, Lindström et.al.,
1971, Danell, 1976). í flestum slíkum
rannsóknum er samt fundið, að slíkan mun
í áhrifum þessara þátta á afurðir má rekja
til margföldunaráhrifa þáttanna á afurðir,
og niðurstöður því þær, að nota megi sam-
eiginlega leiðréttingarstuðla fyrir allan stofn-
inn.
I þessum gögnum var talið réttast aðleggja
aðaláher^lu á að kanna þann mun, sem kynni
að vera milli landshluta. í fyrsta lagi er skipt-
ing í flokka eftir t. d. búsmeðaltali algerlega
tilbúin skipting. Búsmeðaltalið er samfelld
stærð og því engin eðlileg mörk til að skipta
eftir, heldur verður að velja þau að meira
eða minna leyti af tilviljun, sem jafngildir
því, að upp hljóta að koma mörg markatil-
felli. Landshlutaskipting er aftur á móti
skýrt mörkuð, þar sem um er að ræða föst
mörk.
I öðru lagi eru eldri rannsóknir hér á
landi á áhrifum aldurs og burðartíma á af-
urðir (Sigurjón Steinsson, 1967 og 1972,
Magnús B. JÓNSSON, 1968) bundnar við
sérstaka landshluta, en hafa ekki að öllu leyti
sýnt samhljóða niðurstöður. Astæða er því
til að kanna í þessum gögnum, hvort slíkur
munur sé milli landshluta eða hvort misræmi
milli eldri rannsókna kunni að skýrast af