Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
12. tafla. Aldursstuðlar eftir landshlutum og árum metnir sem marg-
földunars tuð1ar.
Table 12. Age correction factors obtained in different districts.
Aldur,ár Vesturland Norðurland eystra Suðurland
Age, year W-Iceland NA-Iceland S-Iceland
1974 1975 1974 1975 1974 1975
3 1,23 1,23 1,22 1,24 1,21 1,22
4 1,08 1,10 1,09 1,12 1,08 1,09
5 1,01 1,03 1,02 1,03 1,00 1,04
6 1,00 1,00 0,99 1,01 1,00 1,00
7 1,00 1,00 1,01 0,98 1,01 1,00
>8 1,01 1,02 1,00 1,01 1,00 1,03
ólíkum aðferðum, sem notaðar hafa verið til
að leggja mat á áhrifin.
Eins og fram kemur í 1. töflu, er megin-
hluti kúnna í þessari rannsókn af þremur
landssvæðum, þ.e. Vesturlandi, Norðurlandi,
eystra og Suðurlandi. Samtals eru 21334
kýr, 85,3% af öllum kúm í rannsókninni,
af þessum svæðum. Þetta eru því einu svæðin,
sem svo margir gripir eru frá í rannsókn-
inni, að unnt sé að nota til að fá raunhæft
mat á hugsanlegum mun milli landshluta.
Sé um mun milli landshluta að ræða, þá er
einnig öll ástæða að vænta þess að finna
hann milli þessara svæða. Meðalafurðir á
Norðurlandi eystra eru þessi tvö ár um
300—400 kg hærri en á hinum svæðunum
tveimur, og fimprósenta er þar einnig til
muna hærri en sunnan lands og vestan. Til
skamms tíma var kynbótastarfið á þessum
svæðum nokkuð aðgreint vegna hamla á
flutningi gripa milli landshluta og vegna
þess að sæðingastöðvarnar voru bundnar við
sérstaka landshluta. Sé um að ræða einhver
stofnáhrif, t.d. í aldursáhrifum, ættu þau að
koma fram milli þessara landshluta.
Skipting kúnna eftir aldri milli landshluta
9
var hlutfállslega ójöfn (y ^ = 41,25**).
Þau áhrif lýstu sér aðallega í því, að hlut-
fallslega minna var um fullorðnar kýr, átta
ára og eldri, á Suðurlandi en í hinum lands-
hlutunum. Koma þar hugsanlega til einhver
áhrif af óþurrkasumrum á Suðurlandi. Annars
má benda á það, að engar rannsóknir eru til
á hugsanlegum mun milli landshluta í end-
ingu kúa og förgunar- og ásetningsvenj-
um, sem hugsanlega eru breytilegar eftir
landshlutum.
Til að meta landshlutaáhrifin voru gerðar
greiningar fyrir hvern landshluta fyrir sig
innan árs eftir sama reiknilíkani og notað
var fyrir allt landið og áður er lýst. Fram
kom ákveðinn munur á stuðlunum eftir lands-
hlutum, en þegar þeir höfðu verið umreikn-
aðir í margföldunarstuðla, var sá munur að
mestu horfinn.