Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 74

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 74
72 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR argrundvöllurinn. Eðlilegt virðist þar að taka mið af árshlutaviðmiðun (herd season), sem notuð er víða erlendis. Rannsaka þarf, á hvern hátt eðlilegast er að skipta árinu, en það hlýtur að ráðast af ákaflega mörgum þátmm, eins og stærð búa, burðartímadreif- ingu, dreifingu dætrahópa undan einstökum nauum o.s.frv. Eins og fram hefur komið, virðist sem verulegur hluti af burðartímaáhrifum geti verið breytilegur frá einu búi til annars, en mikinn hluta slíkra áhrifa ætti að mega fjarlægja með slíkri aðferð. Um leið og slík breyting væri gerð, er fuli ástæða til að kanna, hvort ekki sé rétt að leggja til grundvallar afkvæmarannsóknum nýjar og endurbættar aðferðir, sem fram hafa komið á allra síðustu árum (Henderson, 1973 og 1974, Fimland, 1976). Með módelreikningum, sem miðaðar eru við hérlendar aðstæður (Magnús B. JÓNS- son og Jón Viðar Jónmundsson, 1974), hefur verið sýnt fram á, að árangur í kyn- bótastarfinu ræðst umfram allt af því, hversu vel tekst til við afkvæmarannsóknir á naut- um. Þess vegna virðist eðlilegt, að megin- áherzla sé lögð á þær rannsóknir, sem geta orðið til að gera afkvæmadóminn um nautin öruggari. A það er þó rétt að benda, að sumir þeir skekkjuvaldar, sem eru í núverandi kerfi, geta haft jafnmikil eða meiri áhrif við út- reikning á afurðaeinkunnum einstakra kúa (Jón Viðar Jonmundsson, 1975). Breyt- ingar á þeim einkunnarútreikningum eru aftur á móti kostnaðarsamari, og þar sem áhrif þeirra á árangur kynbótastarfsins eru mun minni, virðist réttlætanlegt að láta þær bíða. Rétt er einnig að benda á það, að af- kvæmadómur um naut er fólginn í því að samræma upplýsingar frá fjölda búa, en mat á einstökum kúm er mat innan bús, þar sem auðveldara er að koma við staðbundinni þekkingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.