Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 94
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 2, 92-115
Rannsókn á afurðatölum
úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna
III. Öryggi í afkvæmadómi á nautum
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON.
Rannsóknastofnun Landbúnaðarins.
Ólafur E. Stefánsson
og
Erlendur Jóhannsson
Búnaðarfélagi Islands
YFIRLIT
I grein þessari er fyrst gefið yfirlit yfir erlendar rannsóknir, þar sem leitast hefur verið við að meta
öryggi í afkvæmadómi á nautum við mismunandi ytri aðstæður.
I rannsókninni eru notaðar afurðatölur úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna árið 1974 og 1975. Bú-
unum var skipt í þrjá flokka eftir leiðréttum meðalafurðum, lágar (<3500 kg) meðallag (3500—
4000 kg) og háar (>4000 kg). Reiknaður var afurðadómur á nauti í hverjum búsmeðaltalsflokki og
síðan samhengi milli dómanna og það borið saman við væntanlegt samhengi byggt á arfgengistölum,
sem áður höfðu verið metnar í þessum sömu gögnum.
Fyrir naut, sem eiga 30 dætur eða fleiri í hverjum búsmeðaltalsflokki, er mjög gott samræmi milli
væntanlegs og fundins öryggis í afkvæmadómnum.
Fyrir yngstu nautin, þar sem afkvæmadómur er að mestu leyti byggður á upplýsingum um þriggja ára
gamlar dætur, er öryggi afkvæmadómsins mjög lágt. Rök eru að því leidd, að þar sé um að ræða
skekkju vegna þess hve ársafurðir séu gallaður mælikvarði á afurðagetu gripsins.
INNGANGUR.
Afurðamagn hjá kúm er kynbundinn eigin-
leiki. Til þess að geta metið kynbótagildi
karldýranna verður því að nota upplýsingar
um skýlda gripi. Á síðustu áratugum hafa
afkvæmarannsóknir orðið sífellt veigameiri
þáttur í mati kynbótagildis nauta, þar sem
það er eina ráðið, sem menn hafa, til að
meta þennan eiginleika af nægjanlegri ná-
kvæmni.
Á fyrstu árum afkvæmarannsóknanna var
mest beitt þeirri aðferð að bera saman af-
urðir dætra nautsins við afurðir mæðra þeirra.