Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 96

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 96
94 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Samhengi milli afkvæmadóms á stöð og af- kvæmadóms eftir afurðum dætra, er dreifðar voru á mörg bú, var afmr á móti miklu lægra en það átti að vera fræðilega. Til að meta afurðir dætra nautanna, sem voru á búum með lágar afurðir, voru afurðatölur úr dreifð- um afkvæmarannsóknum frá búum, þar sem voru háar afurðir, mun öruggari en niður- stöðurnar frá stöðvunum. Þeir benda þannig á, að á stöðvunum sé greinilega munur á af- kvæmahópum, sem stafi ekki af erfðamun nauta, en þeir hafa ekki skýringu á því, af hverju þessi munur stafi. Touchberry et. ál. (1960) gerðu einnig samanburð á afurðatöium frá stöðvunum og afurðatölum úr skýrsluhaldi nautgriparæktar- félaga í Danmörku. Fengu þeir að mörgu leyti mjög áþekkar niðurstöður og í áður- nefndri rannsókn. Þannig var metið arfgengi allt annað og mun hærra á stöðvunum en í nautgriparæktarfélögunum (0.66 og 0.29)- Samhengið milli afkvæmadóms á stöð og dreifðra afkvæmarannsókna var miklu lægra en það átti að vera samkvæmt metnum stuðl- um. Þeir sýna fram á, að ef dætrahóparnir eru stærri en 15 dætur, eru dreifðar af- kvæmarannsóknir æviniega öruggari en af- kvæmadómur á afkvæmarannsóknastöð. Umfangsmestu rannsóknirnar á afurðatöl- um frá dönsku afkvæmarannsóknastöðvun- um gerði Christensen (1970 og 1974). Fann hann eins og í báðum áðurnefndum rannsóknum mjög mikinn mun afkvæma- hópanna á stöðvunum, en jafnframt lágt sam- hengi milli dóms á stöð og í dreifðum af- kvæmarannsóknum. Segir hann ástæðuna til hinnar lágu fylgni milii dómanna vera sam- eiginleg umhverfisáhrif, sem hóparnir á stöðvunum verði fyrir, en að ekki sé um að ræða raunveruleg víxiáhrif milli erfða- og umhverfisáhrifa. Þess vegna er dómurinn á stöðinni í reynd ónákvæmur, og þar verður alls ekki náð sama öryggi og í dreifðum afkvæmarannsóknum, hversu stórir sem af- kvæmahóparnir á stöðvunum væru. Engar einhlítar skýringar hafa verið gefnar á því, af hverju þessi munur stafi, en verið bent á fjölmarga þætti. Rétt er þó að benda á, að sá samanburður, sem gerður er á slíkri stöð, er tæpast tilviljunarkenndur, heldur er hann valinn að nokkrum hluta vegna þess hve fá og ætíð sömu nautin eru borin saman. Þar með er sennilega ein af forsendum þess að fá rétt mat á kynbótagildi nautsins brostin. Eitt mikilvægasta atriðið í dreifðum af- kvæmarannsóknum er að vita, hvort um sé að ræða víxláhrif milli erfða- og umhverfis- áhrifa. Rannsóknir erlendis hafa því mjög beinzt að þessum þætti. Mason og Robert- SON (1956) unnu með tölur, sem fengnar voru úr afurðaskýrslum í Danmörku. Þeir skiptu búunum í þrjá flokka eftir því, hve háar meðalafurðir búsins voru. Þeir fundu hækkandi arfgengi með hækkandi búsmeðal- táli. Miðað við þessa flokkun fundu þeir ekki nein víxláhrif milli erfða- og umhverfis- áhrifa, og öryggi í dreifðum afkvæmarann- sóknum var í góðu samræmi við fræðilegar forsendur. Robertson et.al. (1960) gerðu hliðstæða rannsókn á afurðatölum frá Bretlandi. I þeirri rannsókn beittu þeir meðal annars aðferð, sem Falconer setti fyrstur fram (1952) og Robertson (1959) endurbætti. Með aðferð þessari er litið á eiginleikann við tvær ólíkar umhverfisaðstæður sem tvo eigin- leika og metin erfðafylgni milli eiginleik- anna. Víki þessi erfðafylgni verulega frá 1.0, er það bending um, að víxláhrif séu milli erfða- og umhverfisáhriía. Þeir fundu mjög háa erfðafylgni milli dóma við mishátt bús- meðaltal. Einnig fundu þeir lítinn mun á arfgengi við mishátt búsmeðaltal, og ef eitt- hvað var, fór það fremur lækkandi eftir því, sem aíurðir hækkuðu. Robertson (1960) lagði mat á öryggi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.