Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 104

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 104
102 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR hann um leið óöruggan. í þessum greina- flokki hafa verið leidd rök að því, að þessi skekkja sé að einhverju leyti af því, að sá mælikvarði, ársafurðir, sem notaður er á af- urðarmagnið, sé váldur að þessum skekkj- um. Með því að nota mjólkurskeiðsafurðir er aftur á móti líklegt, að fá megi réttan dóm um nautin strax að loknu fyrsta mjólkur- skeiði dætranna. Þar sem kynbótaárangur- inn ræðst að langmestum hluta af því, hversu öruggur afkvæmadómurinn er og hvernig staðið er að úrvali nautanna á grundvelii afkvæmadómsins (Magnús B. JÓNSSON og Jón Viðar Jónmundsson, 1974), er ástæða til að kanna, hvort ekki megi auka öryggi afkvæmadómsins með notkun mjóikurskeiðs- nytar í stað ársnytar. Ymis atriði, sem bundin eru framkvæmd afkvæmarannsóknanna virðist eðiilegt að skoða jafnhliða, og verða þau rædd hér með hliðsjón af tillögum, sem fram hafa komið frá nefnd á vegum Búfjárræktarsambands Evrópu um framkvæmd afkvæmarannsókna á nautum (Gaillard et.al., 1976). Þar er iagt til að afkvæmadómurinn fari einvörð- ungu eftir upplýsingum um fyrsta mjólkur- skeið. Þar er bent á, að séu notaðar afurða- töiur fleiri ára, komi til úrvalsáhrif, sem lík- legt sé, að skekki afkvæmadóminn, en það er mun alvarlegra en hið litla, sem tapast í öryggi við að viðbótarupplýsingar um síðara mjólkurskeið dætranna eru ekki nýttar. Syrstad (1973) hefur fjallað um þetta atriði út frá fræðilegum líkanareikningum og sýnt fram á, að jafnvel þó að erfðafylgnin milli fyrsta mjólkurskeiðs og síðari afurðaára víki nokkuð frá einum, vinnist ekkert með því að reisa afkvæmadóminn á tveimur fyrstu mjólkurskeiðunum. Hér má einnig nefna erlendar rannsóknir, sem sýna, að aukning afurða frá fyrsta til annars mjólkurskeiðs er eiginleiki, sem hefur mjög lágt arfgengi (Hickman og Henderson, 1955; Rönn- ingen, 1967), og að þessi aukning sé jafn- vel jákvætt tengd afurðamagni á fyrsta mjólk- urskeiði. I áðurnefndum tillögum er iagt til, að afkvæmadómur í afurðamagni sé aðeins birt- ur, ef öryggi dómsins er hærra en 0.8. Til að geta ákvarðað þetta þarf að þekkja arf- gengið með nokkurri nákvæmni. Þessi hóp- mörk eru við 43 dætur, sé arfgengið 0.16, en við 27 dætur, ef arfgengið er 0.25. Þá er lagt tii, að við úrvinnslu á upplýs- ingum sé reynt að beita BLUP-aðferðinni, sem beitt er við Cornell-háskóla (Hender- son, 1973, 1974). Aðálkostir þessarar að- ferðar eru, að hún styðst við mun færri forsendur en þær aðferðir, sem nú eru oftast notaðar. Með þessari aðferð er tekið tillit til þess, hvaða gripir eru bornir saman hverju sinni. Tekið er tillit til, að verið er að bera saman kýr undan ólíkum hópum nauta (reyndum nautum og óreyndum). Þá má á auðveldan hátt taka tillit til skýldleika nauta, sem kann að skipta verulegu máli, þegar nautaárgangurinn eru fáir stórir hópar hálf- bræðra (Henderson, 1975). Aður en unnt er að taka slíka aðferð í notkun hér á landi, þarf þó að rannsaka nákvæmlega ýmsa þætti. Einn veigamesti þátturinn er að kanna, hvaða samanburðar- grundvöil beri að nota, hvort aðeins skuii bera saman fyrstakálfskvígur eða hvort sam- 4. mynd: Samanburður á afkvæmum tveggja dætrahópa nauta á sæðingastöðinni á Hvanneyri og tveggja nauta á kynbótastöðinni í Laugardælum. Afurðir eru leiðréttar afurðir metnar sem frávik frá búsmeðaltali. Fig. 4: Distribution of yield of two different daugtber groups sired by bulls at Hvanneyri AI Station and Laugardcelir A1 Station.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.