Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 7
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,2: 5-10
Gildi úthagans og beitarþolsrannsóknir
Ingvi Þorsteinsson
Rannsóknastofmn landbúnaðarins
Keldnaholti, Reykjavík.
INNGANGUR
Talið er, að á jörðinni séu um 3.600 millj-
ónir hektara óræktanlegs gróðurlendis,
sem er notað til beitar. Auk þess eru um
3.200 milljónir hektara ræktanlegs lands,
og er nokkur hluti þess enn notaður
óræktaður til beitar (Björn Sigur-
björnsson, 1979). Það er því ljóst, hve
gífurlega mikilvæg hin náttúrulegu
gróðurlendi eru fyrir matvælaframleiðslu
mannkynsins. Þrátt fyrir það er mikill
hluti þeirra nýttur af handahófi, vegna
þess að rannsóknir hafa ekki farið fram á
beitarþoli þeirra. I heild eru beitilönd
jarðar talin vera fullnýtt, og víðáttumikil
svæði í öllum heimsálfum eru ofnýtt með
þeim afleiðingum, að þar á sér stað mikil
gróðurrýrnun og gróðureyðing og meiri en
nokkru sinni í sögu mannkynsins.
Vaxandi fólksfjölgun mun leiða til enn
meiri ofbeitar og eyðileggingar á gróður-
lendinu, nema gripið verði í taumana.
Mest ofbeit mun vera víða í Asíu, Afríku
og Suður-Ameríku, en í Evrópu, Norður-
Ameríku og Eyjaálfu er ástandið betra,
þótt þar sé einnig víða pottur brotinn.
Þau g'róðurlendi, sem sízt eru spillt af
manna völdum, eru á norðlægum slóðum
og í fjallalöndum. Þessi svæði eru talin
vera 80 - 100 milljónir km2 að flatarmáli,
um 5 prósent aföllu þurrlendi jarðar. Þau
hafa til þessa einkum verið heimkynni
villtra dýra, og náttúran sér að jafnaði
um að halda jafnvægi milli fjölda þeirra
og möguleika til fóðuröflunar (Jack E.
Webber, 1974).
Frá upphafi landnáms hefur landbún-
aður á íslandi byggzt á nýtingu hins nátt-
úrlega gróðurs úthagans og gerir það enn,
enda þótt ræktun hafi fleygt fram síðustu
áratugi. Ræktunin hefur leitt til þess, að
mjög hefur dregið úr vetrarbeit búfjárins,
og víða um land er hún nær alveg úr
sögunni. Það var án efa vetrarbeitin, sem
fyrr á tímum olli mestu tjóni á skóg- og
kjarrlendi landsins og varð víða upphaf að
hinni gífurlegu gróður- og jarðvegseyð-
ingu í landinu.
Ræktunin hefur einnig leitt til þess, að
vetrarfóður er nægilegt í meðalárferði
handa þeim búpeningi, sem nú er í
landinu. Það er því af, sem áður var, þegar
vetrarfóðrið takmarkaði fjölda búfjárins,
en þá hélzt eins konar náttúrlegt jafnvægi
milli þess og möguleika til vetrarbeitar.
Nú er það hins vegar sumarbeitilandið,
sem er hinn takmarkandi þáttur víða um