Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 21
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 19
land í mosaþembunni. Eru þær þar ætíð
strjálar og oft lítils vaxtar. Samt er þar að
fínna allflestar aðaltegundir mólendisins,
svo að naumast er unnt að kenna mosa-
þembuna við nokkuð annað en grámos-
ann, sem gefur henni svip með hinum silf-
urgráa lit sínum. Oft eru ógreinileg skil
milli mosaþembunnar og hins eiginlega
mólendis, en hér eru mörkin sett, þegar
þekja háplantnanna er 50% eða meira.
Notagildi mosaþembunnar fer algerlega
eftir tegundum og þéttleika háplantn-
anna, því að varla verður mosanum ætlað
nokkurt notagildi til fóðurs. Enda þótt
háplöntutegundirnar séu strjálar, skipa
þær sér niður á ýmsa vegu, svo að tala má
um gróðursveitir innan þembunnar. Eru
hér skilgreindar átta slíkar sveitir, og hafa
þær lykileinkennin AÍ-A8. A1 er mosa-
þemba, þar sem mosinn þekur meira en
50%, hinar gróðursveitirnar kennast við
þær háplöntur, sem mest gætir á hverjum
stað.
Ein algengasta tegund mosaþembunn-
ar er stinnastör. Kemur hún fyrir í öllum
gróðursveitum mosaþembunnar, en í
misjafnlega miklu magni og með mis-
munandi fylgitegundum. Þar sem hún er
einráð að kalla, er gróðursveitin mosaþemba
með stinnustör A2. Löngum verða ýmsir
smárunnar algengir í mosaþembunni. Eru
það þessar tegundir helztar: grasvíðir,
krœkilyng, grávíðir, bláberjalyng, beitilyng,
mosalyng og blóðberg. Smárunnar þessir
mynda gróðurhverfí með stinnustör,
grösum og þursaskeggi. I lyklinum eru
þessi gróðurhverfi sameinuð í færri, en
stærri heildir, án þess að tekið sé fram
sérstaklega, hverjar einstakar tegundir
séu ráðandi á hverjum stað. Þannig er A3
mosaþemba með smárunnum, en þar er stinna-
störin að mestu horfín, a. m. k. svo mjög,
að hún hefur ekkert gildi lengur í gróður-
þekjunni. Þá verða nokkrar grastegundir
stundum einkennistegundir mosaþemb-
unnar. Eru það einkum túnvingull, bláving-
ull, en einnig blásveifgras, týtulíngresi,
fjallasveifgras og fjallaþuntur. Þar sem
grösin eru allsráðandi, er merkt með A5,
mosaþemba með grösum, en A8 er mosaþemba
með grösum og smárunnum. Alloft einkennir
þursaskegg mosaþembuna, einkum á lægra
liggjandi stöðum. Eru tvær sveitir, A6 og
A7, þar sem það er einkennistegund, í A7
þó minna, en þar koma aftur til fleiri eða
færri af áðurnefndum smárunnum mosa-
þembunnar. Þessar sveitir kallast mosa-
þemba með þursaskeggi A6, og mosaþemba með
þursaskeggi og smárunnum A7. Auk þeirra
tegunda, sem þegar hafa verið nefndar í
mosaþembunni, eru kornsúra, geldinga-
hnaþþur, klóelfting og móasef svo algengar,
að vegna tíðni sinnar verða þær einkenn-
istegundir tiltekinna gróðurhverfa.
Lýsing þessi á mosaþembunni á að sýna
annars vegar gróðurfar hennar og ein-
kenni sem gróðurlendis með allbreyti-
legum gróðursveitum og hverfum, en
jafnframt, hvernig gróðurkortin eru gerð
fræðilega, þannig að gróðurhverfi, sem eru
skyld að tegundum eða lík að notagildi,
eru sameinuð, bæði til gleggra yfirlits og
þó einkum til að unnt sé að marka þau á
uppdrátt. Af því leiðir að vísu, að einstök
gróðurhverfi verða út undan, svo að þau
koma ekki fram á kortinu, en slíkt kemur
ekki að sök, þar sem allar einingar kortsins
ná yfir skyld gróðurhverfi. Hér er einungis
getið þeirra tegunda, sem algengastar eru
og gildi hafa í gróðurþekju eða gróðursvip,
en við þær einkennast gróðurfélögin að
mestu. Sem dæmi um, hversu unnt er að
leysá þessar sveitir upp í gróðurhverfi, má
geta þess, að í mosaþembu með smárunn-