Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 41
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 39
allmargra blómjurta, svo sem hrafna-
klukku, mýrfjólu, lyfjagrass, mýrasóleyjar og
sums staðar mjaburtar.
Hér eru gróðurhverfi mýrastarar-
sveitarinnar sameinuð í sex deildir, eins og
fyrr segir, svo að þau hverfi, sem skyldust
eru og líkust að tegundum og vaxtarstöð-
um, eru tekin saman í eitt. Er þar fyrst U5,
þar sem mýrastörin er nær hrein eða a. m.
k. annarra tegunda gætir ekki að nokkru
ráði. Slík hrein mýrastararhverfi finnast
hvergi nema þar, sem mýrin liggur undir
vatni einhvern tíma árs, t. d. í áveituhólf-
um, þar sem vatn liggur á vorin eða þar
sem vatn getur safnazt í haustrigningum,
svo að landið er þakið ís að vetrinum. En
verði vatnið of djúpt eða liggi lengur en
góðu hófi gegnir, koma fram rotskellur, og
störin deyr. Þá eru mýrastarar-hengistarar-
hverfi U6 og mýrastarar-klófífuhverfi U7
skyld á ýmsan hátt; eru þau í senn
blautustu og tegundafæstu hverfi star-
mýrarinnar og líkjast mest flóanum bæði í
því og öðru af öllum hennar hverfum.
Saman við þessi hverfi eru tekin ýmis fleiri
hverfi, þar sem þessar einkennistegundir
koma fyrir án þess að verða ríkjandi ein-
kennistegundir. Oft koma ýmsir smá-
runnar fyrir í þessum hverfum, og einnig
eru tekin með mýrastararhverfi, sem eru
svo lítil að ummáli, að þau verða ekki
greind frá á kortum. Stundum verðurgul-
stör svo mikils vaxtar, að hún myndar
hverfi með mýrastörinni U8. Mýrelfting er
tíðum svo mikil í mýrastararsveitinni, að
hún myndar hverfi með mýrastör U13.
Líkist það mjög elftingarmýrinni og oft
vandséð, hvort hverfið er. Pá eru ýmis
hverfi með stinnustör, vallelftingu, grávíði og
nokkrum fleiri tegundum. Eru öll þau
hverfi sameinuð í U13. Einstakt í sinni röð
er mýrastarar-ilmbjarkarhverfi U17, þar sem
smávaxið birki vex innan um störina og
verður ekki öllu hávaxnara en hún.
Skúfgrasmýri U12 er þriðja sveit hálf-
grasamýrarinnar. Par er mýrafinnungur að-
altegundin, og stundum eru þar smá-
blettir affitjafinnung. Skúfgrasmýrin finnst
nær eingöngu í strandhéruðum, t. d. á
Vestfjörðum og í útsveitum norðan lands
og á Snæfellsnesi. Mýrafinnungurinn set-
ur svip á landið; er mýrin grá- eða gulgræn
yfir að líta, einkum er líður á sumar. Skúf-
grasmýrin er slétt eða fleytingsþýfð. Er
mýrafmnungurinn oft í toppum eða litlum
breiðum, en aðrar tegundir á milli.
Rakastig er mjög breytilegt; getur það
nálgazt flóa og aftur verið nær eins þurrt
og valllendi. Mýrafinnungur er fremur
þyrrkingslegur, og sneiðir fé fremur hjá
honum. Hann myndar gróðurhverfi með
mýrastör, klófífu, hengistör og horblöðku. Oft
er nokkuð um stinnustör og bláberjalyng.
Annars eru tegundir þar margar hinar
sömu og í hinum áðurtöldu mýrar-
sveitum.
Elftingarmýri
Elftingarmýrin UIO gengur næst mýra-
stararsveitinni að víðáttu og er gróður-
farslega skyldust henni af öllum mýra-
sveitunum. Er oft erfitt að greina á milli
þessara tveggja gróðursveita. Reglan er að
kalla þá fyrst elftingarmýri, þegar mýr-
elftingin ræður bæði meira í gróðursvip og
þekur meira en mýrastörin. Af gróður-
hverfum elftingarmýrarinnar er elftingar-
mýrastararhverfi miklu víðáttumest og al-
gengast. Annars eru einkennistegundir
elftingarmýrarinnar, ásamt elftingunni,
mýrastór, hálíngresi, túnvingull gulstör, hvít-
smári og þráðsef.