Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 117

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 117
NÝTING ÚTHAGA — BEITARÞUNGI 1 15 þeirra hverfa úr beitilandinu jafnvel við hóflega beit. Það skal haft í huga, að línuritið sýnir meðaltal mælinga aföllum gróðurlendum, bæði þurrlendi og votlendi. Ef aðeins heíði verið tekið meðaltal mælinga á þurrlendi, hefði munurinn á gróðurfari mikið bitins og óbitins lands verið mun meiri vegna þess, að votlendið er sjaldan mikið bitið og það er oftast snautt að eftirsóttum beitar- plöntum (1. tafla). Nefna má þess mörg dæmi, bæði hér- lend og erlend, hvernig ofbeit dregur úr sprettu eða uppskerumagni, en hér skulu aðeins tilgreind nokkur slík. Hið fyrsta er úr beitartilraunum, sem unnið er að á Rannsóknastofnun landbúnað- arins (Andrés Arnalds, Ólafur Guðmunds- SON, 1977). A ofbitnu tilraunasvæði í úthaga í Álftaveri í A.-Skaftafellssýslu sumarið 1976 var heildaruppskera, þ. e. a. s. bitinn gróður að viðbættum gróðri, sem eftir stóð við lok beitartímans, sem hér segir: Á ofbitnu landi 12,2 hkg á ha., á landi, sem var beitt hóflega eða samkvæmt útreiknuðu beitarþoli, 19,6 hkg á ha., og á landi, sem var lítið bitið eða nær helmingi minna en nam beitarþoli, 20,6 hkg á ha. Munurinn á uppskeru hins hóflega og lítið bitna lands er svo lítill, að hann er ekki raunhæfur, og það styður þá staðhæfingu, að hófleg beit sé ekki skaðleg gróðri. Hins vegar er uppskeran um 40% minni á ofbitna landinu, og það er mikill munur, ekki sízt þegar haft er í huga, að hér var um að ræða áborið land á láglendi. Má þá gera sér í hugarlund, hver áhrif lang- varandi ofbeit hefur á óáborinn úthaga á hálendi. Sumarið 1979 hóf Líffræðistofnun Háskólans í samvinnu við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins rannsóknir og samanburð á gróðurskilyrðum, gróðurfari og uppskerumagni friðaðra svæða víðs vegar um land og nálægra svæða, sem eru beitt. Voru slíkar mælingar gerðar sum- arið 1979 í eyju í Vestara-Friðmund- arvatni á Auðkúluheiði í V.-Húnavatns- sýslu í um 500 m hæð og á beittu landi inn afvatnsbakkanum í um 200 m fjarlægð frá eyjunni. I fljótu bragði virtust gróður- skilyrði í eynni og í landi vera svipuð að öðru leyti en því, er beitina varðaði. I eyjunni uxu hávaxnar blómjurtir, gras- Kg þurrefni/ha - Kg DM/ha 2. mynd: Uppskera beitts og friðaðs lands á Auðkúluheiði. Fig. 2: Yield of a grazed and protected highland range in Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.