Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 117
NÝTING ÚTHAGA — BEITARÞUNGI 1 15
þeirra hverfa úr beitilandinu jafnvel við
hóflega beit.
Það skal haft í huga, að línuritið sýnir
meðaltal mælinga aföllum gróðurlendum,
bæði þurrlendi og votlendi. Ef aðeins heíði
verið tekið meðaltal mælinga á þurrlendi,
hefði munurinn á gróðurfari mikið bitins
og óbitins lands verið mun meiri vegna
þess, að votlendið er sjaldan mikið bitið og
það er oftast snautt að eftirsóttum beitar-
plöntum (1. tafla).
Nefna má þess mörg dæmi, bæði hér-
lend og erlend, hvernig ofbeit dregur úr
sprettu eða uppskerumagni, en hér skulu
aðeins tilgreind nokkur slík.
Hið fyrsta er úr beitartilraunum, sem
unnið
er að á Rannsóknastofnun landbúnað-
arins
(Andrés Arnalds, Ólafur Guðmunds-
SON, 1977). A ofbitnu tilraunasvæði í
úthaga í Álftaveri í A.-Skaftafellssýslu
sumarið 1976 var heildaruppskera, þ. e. a.
s. bitinn gróður að viðbættum gróðri, sem
eftir stóð við lok beitartímans, sem hér
segir: Á ofbitnu landi 12,2 hkg á ha., á
landi, sem var beitt hóflega eða samkvæmt
útreiknuðu beitarþoli, 19,6 hkg á ha., og á
landi, sem var lítið bitið eða nær helmingi
minna en nam beitarþoli, 20,6 hkg á ha.
Munurinn á uppskeru hins hóflega og lítið
bitna lands er svo lítill, að hann er ekki
raunhæfur, og það styður þá staðhæfingu,
að hófleg beit sé ekki skaðleg gróðri. Hins
vegar er uppskeran um 40% minni á
ofbitna landinu, og það er mikill munur,
ekki sízt þegar haft er í huga, að hér var
um að ræða áborið land á láglendi. Má þá
gera sér í hugarlund, hver áhrif lang-
varandi ofbeit hefur á óáborinn úthaga á
hálendi.
Sumarið 1979 hóf Líffræðistofnun
Háskólans í samvinnu við Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins rannsóknir og
samanburð á gróðurskilyrðum, gróðurfari
og uppskerumagni friðaðra svæða víðs
vegar um land og nálægra svæða, sem eru
beitt. Voru slíkar mælingar gerðar sum-
arið 1979 í eyju í Vestara-Friðmund-
arvatni á Auðkúluheiði í V.-Húnavatns-
sýslu í um 500 m hæð og á beittu landi inn
afvatnsbakkanum í um 200 m fjarlægð frá
eyjunni. I fljótu bragði virtust gróður-
skilyrði í eynni og í landi vera svipuð að
öðru leyti en því, er beitina varðaði. I
eyjunni uxu hávaxnar blómjurtir, gras-
Kg þurrefni/ha -
Kg DM/ha
2. mynd: Uppskera beitts og friðaðs lands á
Auðkúluheiði.
Fig. 2: Yield of a grazed and protected highland range in
Iceland.