Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 97
GRÓÐURSKILYRÐI, GRÓÐURFAR, UPPSKERA 95
umfram allt jurtkenndan, en miklu síður
trjákenndan gróður. Piöntuvalið er ekki
bundið við grös eingöngu, heldur einnig
starir og ýmis önnur hálfgrös. Það er al-
kunna, að hross nýta ágætlega ýmsar teg-
undir votlendis og þrífast mun betur af
þeim en sauðfé.
Almennt er talið, að nautgripir séu
mestu grasbítarnir, síðan komi hross,
sauðfé, geitfé og loks ýmis hjartardýr, t. d.
hreindýr. Mikill hluti af fóðri hinna síð-
asttöldu er ýmiss konar kvistgróður eins
og 2. mynd sýnir. Ætla mætti, að þessi
munur á plöntuvali ólíkra dýrategunda
gæti orðið til þess, að gróðurinn yrði betur
og jafnar nýttur, ef hann væri bitinn af
fleiri en einni búfjár- eða dýrategund, t. d.
að íslenzku mýrarnar yrðu betur nýttar, ef
sauðfé og hross væru saman á beit í stað
sauðfjár eingöngu. Þetta er að vissu marki
rétt, en þó því aðeins, að beit sé stjórnað.
Enda þótt hross nýti votlendið eins og að
framan greinir, hafa einnig þau önnur
kjörgróðurlendi, sem þau bíta fyrst. Þar er
mest um að ræða valllendi, sem er einmitt
kjörgróðurlendi sauðfjárins, og þess vegna
er samkeppni um það. Hrossin eru stór-
tækari og geta hreinsað valllendið, áður en
sauðfé kemst í það. Þetta er algengt að sjá
á afréttum, einkum þar sem stóð er rekið á
fjall á undan fénu.
I 3. töflu er listi yfir nokkrar algengar
úthagaplöntur hér á landi og mat á
lostætni þeirra fyrir sauðfé á sumarbeit.
3. TAFLA.
Lostætni nokkurra algengra plöntutegunda fyrir sauðfé á sumarbeit.
TABLE 3.
Palatability of common range plant species to sheep during the growing season.
1 = mikið bitin tegund - high palatability
2 = nokkuð bitin tegund - medium palatability
3 = lítið bitin tegund - low palatability
Tegundir
Species
Lostætni
Palatability
Grös Grasses
Finnungur .......................... Nardus stricta ........
Foxgras ............................ Phleum neglecta .......
Hálmgresi .......................... Calamagrostis neglecta
Ilmreyr ............................ Anthoxanthum odoratum
Língresi ........................... Agrostis spp...........
Loðgresi ........................... Holcus lanatus ........
Lógresi ............................ Trisetum spicatum . . .
Melgras ............................ Elymus arenarius . . . .
Puntur ............................. Deschampsia spp........
Reyrgresi .......................... Hierochloe odorata
Sveifgras .......................... Poa spp................
Vingull ............................ Festuca spp............
3
1
2
2
1
3
3
2
2
2
1
1