Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 130
128 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Það er æskilegt, að plöntuúrvalið sé sem
fjölbreytilegast, meðal annars vegna þess,
að hinar ólíku tegundir spretta misjafn-
lega snemma á vorin, þær vaxa mishratt
eða ná þroska á ólíkum tíma, og þær
standa og halda miklu næringargildi mis-
jafnlega vel fram á vetur, eins og að fram-
an er greint. Fjölbreytilegt plöntuval hefur
ÁKVÖRÐUN Á NÆRINGARGILDI
BEITARGRÓÐURS
Þegar ákvarða skal beitarþol lands, er
nauðsynlegt að vita, hvert er næringar-
gildi þess gróðurs, sem bitinn er. Upp-
skerumagn lands gefur aðeins grófa vís-
bendingu um beitarþol, en segir ekkert til
um næringargildið, en það ákvarðast m. a.
af meltanleika uppskerunnar (Harkess,
1963). Jórturdýr taka mikinn hluta af
ársfóðri sínu á beit, og mikilvægi beiti-
landa liggur því í augum uppi. Samt sem
áður er vitneskja um næringargildi beitar-
gróðurs af skornum skammti. Ástæður til
þess geta verið margar, t. d. tæknilegir
erfiðleikar við rannsóknir á jórturdýrum
og mikill kostnaður slíkra rannsókna.
Næringargildisákvarðanir hafa aðal-
lega stuðzt við meltanleikaákvarðanir í
lifandi dýrum (in vivo, þ. e. lifandi) og
mælingar á efnasamsetningu fóðursins,
því að ástæða er til að ætla, að mis-
munandi meltanleiki endurspegli breyt-
ingar á næringargildi fóðursins (Cramp-
TON & Jackson, 1944). Ýmiss konar að-
ferðum hefur verið beitt við fóðurgildis-
mat, en flestar þeirra hafa byggzt á verk-
um Kellners. Á allra síðustu árum hafa
verið þróuð mörg ný kerfi til fóðurgildis-
mats. Má lesa m. a. um þau í bókinni
Formidler og forkonservering eftir Brei-
rem og Homb (1970).
í för með sér, að búféð hefur á hverjum
tíma meiri möguleika að finna tegundir,
sem hafa mikið næringargildi og breytilegt
efnainnihald. Gunnar Ólafsson (1973)
hefur rannsakað samhengið milli hlutfalls
jurtkennds og trjákennds gróðurs í fóðrinu
og meltanleika þess og næringargildis.
Sýnir 1. tafla, hvernig þessu er farið.
Unnið hefur verið að ákvörðun á fóð-
urmagni í dýrum á beit árum saman og
geysimiklum fróðleik verið safnað. Hér á
landi hefur þessum málum verið heldur
lítill gaumur gefinn. Þó hefur þetta tvisvar
(1964 og 1978) verið rannsakað nokkuð,
en vegna fæðar starfsmanna hefur orðið
minna úr en efni stóðu til.
Meltanleikaákvörðun með dýr er bæði
tímafrek og kostnaðarsöm. Nauðsynlegt
var því að finna aðferðir til ákvörðunar á
meltanleika í smásýnum. Tilley o. fl.
(1960) og Tilley og Terry (1963) þróuðu
s. k. tveggja þrepa aðferð til að meta melt-
anleika í litlum sýnum (in vitro) (sjá síðar).
Síðustu ár hafa komið fram enn nýjar
aðferðir, t. d. cellulasa-aðferðin (Allison og
Borzucki, 1978 Mundell, 1979), sem
byggist á meltingu smásýna með cellu-
lasahvötum. Hefur þessi aðferð gefið góða
raun og er bæði fljótvirk og nákvæm. Hún
er nú notuð bæði í Keldnaholti auk Tilley-
og Terry-aðferðarinnar og á Rannsókna-
stofu Norðurlands á Akureyri.
Hér á eftir verður fjallað nokkuð um
rannsóknir á næringargildi bitins gróðurs,
sérstaklega í úthaga, og hvernig hann er
metinn með mismunandi aðferðum.