Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 147
NIÐURSTÖÐUR GRÓÐURRANNSÓKNA OG KORTAGERÐAR 145
Hestur í Borgaríirði
Allt land jarðarinnar er í 0-200 m h. y.
s., en útreikningar af jarðakortum eru
gerðir fyrir hvert hæðarbelti eins og af há-
lendiskortunum.
Jörðin er um 821 ha. og algróið land 627
ha., um 76% af landsstærð. Beitarþol er
48928 beitardagar, þ. e. beit fyrir um 255
ærgildi í 90 daga. Þarf því 2,5 ha. gróður-
lendis fyrir ærgildið þennan tíma, og
bendir það til þess, að Hestsland sé ekki
sérlega gott beitiland, enda eru um 62%
þess votlendi. Hér skal þess getið, að mikið
votlendi hefur verið ræst fram, síðan kort
var gert af landinu, og hefur það leitt til
gróðurfarsbreytinga og aukins beitarþols.
Hér hefur ekki verið tekið tillit til þessarar
aukningar.
Um 53% jarðarinnar eru ræktanlegt
land, og önnur 6% eru ræktunarhæf með
nokkurri grjóthreinsun. Tæp 80% hins
ræktanlega lands eru votlendi.
Þau tvö dæmi, sem hér eru tekin af há-
lendi og láglendi, sýna glöggt, hversu
mikla fræðslu gróðurkortin og gróður-
rannsóknirnar veita um stærð og eðli
gróins lands, jarðveg, ræktunarhæfni o. s.
frv. Þau eru alger forsenda útreikninga á
beitarþoli og hóflegrar landnýtingar,
hvort sem er á afréttum eða í byggð, og án
þeirra er ekki unnt að gera sér viðhlítandi
grein fyrir landgæðum. Nú er mikið um
það rætt að færa landbúnaðarframleiðsl-
una meira til samræmis við landgæði en
gert hefur verið til þessa. Þetta er ófram-
kvæmanlegt án gróður- og jarðakorta, og
tæknilega er ekkert að vanbúnaði að gera
þau. Til er í landinu hinn fullkomnasti
tækjabúnaður til gerðar nákvæmra grunn-
korta (myndkorta), og með þeim rann-
sóknum, sem hér hefur verið lýst, hefur
verið lagður grundvöllur til að meta land-
gæði. Slíkur grundvöllur verður að vísu
seint fullkominn, og rannsóknunum verð-
ur að halda áfram til að styrkja hann enn
betur. En af þeim sökum þarf ekki lengur
að bíða með að hraða framkvæmdum við
gerð jarðakorta á láglendi og við að koma
skipulagi á nýtingu beitilandanna, sér-
staklega á hálendi, þar sem ástandið er
verst.
10