Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 13

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 13
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1980 12,2: 1 1 -52 Flokkun gróðurs í gróðurfélög Steindór Steindórsson Grasafrœðingur, Akureyri. INNGANGUR Hvarvetna þar, sem einhver gróður finnst, er talað um gróðurlendi, jafnvel þótt það virðist gróðursnautt við fyrstu sýn eða ef til vill ördeyða. Þannig eru sandar, melar, klettar, skriður og aurar allt gróðurlendi, því að hvergi mun svo autt, að ekki finnist einhvers konar gróður, þótt plönturnar séu að vísu með löngu millibili og stund- um svo smávaxnar, að augað nemur þær vart nema með gáumgæfilegri skoðun. Grasafræðingurinn leitar þær samt uppi og kallar auðnina, sem öðrum sýnist svo, gróðurlendi og innlimar það í gróður- lendakerfi landsins. I þessu yfirliti er þó slíkra auðna að nær engu getið, heldur er einungis rætt um hið gróna land, sem blasir við auganu. Á gróðurkortum landsins eru hins vegar hin ógrónu svæði sýnd, og annars staðar, þar sem nokkuð af landinu er ógróið, er það metið eftir tilteknum reglum, hversu mikinn hluta af flatarmálinu plönturnar þekja. Verður ekki fremur farið út í þá sálma hér. Þegar litið er yfir hið gróna land, dylst engum, að einstök svæði þess eru oft hvert með sínum svip. Þetta hafa menn séð og vitað frá öndverðri byggð og gefið hinum einstöku gróðurlendum heiti, sem flest eru svo algeng í íslenzku máli, að kalla má, að þau liggi hverjum manni á tungu. Hver þekkir ekki t. d. mýri, móa, valllendi, skóg o. s. frv.? Þessi gróðurlendi eru svo auðkennileg, að hverjum manni er ljóst, við hvað er átt, þegar hann nefnir nafn þeirra, jafnvel þótt hann þekki enga plöntutegund. En þó að þessir grófu drættir liggi ljóst fyrir, kemur brátt annað vandamál til sögunnar, þegar tekið er að skoða gróðurlendin nánar. Þá kemur í ljós, að ekki eru allar mýrar eða móar eins. Tilteknar plöntur vaxa í einni móa- spildunni, en aftur aðrar í þeirri næstu, enda þótt skammt sá á milli. Þá verða menn að gera sér grpin fyrir, hvaða teg- undir það eru, sem vaxa á hverjum stað, og hvers vegna þær séu þar. Og þá er kominn tími til að byrja að átta sig á frum- atriðum gróðurfræðinnar eða ef til vill réttar til tekið: félagsfræði plantnanna. Það kemur brátt í ljós, að tegundirnar skipa sér saman á ýmsa vegu, en hins veg- ar sést, að sömu tegundir fylgjast að, hvað eftir annað, þótt miklar fjarlægðir séu á milli. Eitthvert utanaðkomandi afl hlýtur því að ráða því, hvers vegna tiltekinn hóp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.