Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 116
1 14 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
vernda hann fyrir uppblæstri og vatns-
skolun. e) Jarðvegur verður snauðari að
næringarefnum og lífrænum efnum vegna
þess, hve lítið fellur til af plöntuleifum að
hausti á ofbitnu landi. f) Allt þetta leiðir til
minnkandi beitargildis gróðurlendisins.
Ahrif mismunandi beitarþunga á hlut-
deild grasa, hálfgrasa, tvíkímblaða jurta,
breiðblaða lyngs og smárunna, sígræns
lyngs og smárunna og mosa er sýnt á 1.
mynd Hér er um að ræða meðaltal mæl-
inga, sem gerðar voru á flestum gróður-
lendum víðs vegar um land árin 1961 -
1974. Mælingastaðirnir voru flokkaðir
eftir því, hvernig beitarþungi hafði verið a.
m. k. síðastliðin tíu ár samkvæmt beztu
fáanlegri vitneskju: lítið beitt, hóflega
beitt, ofbeitt land (Ingvi Þorsteinsson,
1977).
Helztu einkenni þessa línurits eru þau,
að þar kemur fram, hve mikið hlutdeild
grasa minnkar með vaxandi beitarþunga,
en þau eru með eftirsóttustu plöntunum á
sumarbeit, en hlutdeild hálfgrasa og mosa
vex með vaxandi beitarþunga. Þessi
aukning mosa er afleiðing þess, að þétt-
leiki annarra tegunda minnkar, gróðurinn
verður gisnari. Margar tegundir hálfgrasa
eru lélegar beitarplöntur, og hlutdeild
þeirra í gróðurbreiðunni eykst því með
vaxandi beitarþunga. Lítill og óreglulegur
munur er á hlutdeild lyngs og smárunna
eftir beitarþunga, enda eru sumar þessara
tegunda góðar, en aðrar mjög lélegar
beitarplöntur.
Hlutdeild tvíkímblaða jurta minnkar
nokkuð með vaxandi beitarþunga. Fáir
mælingastaðir voru á alfriðuðu landi, og
hlutdeild tvíkímblaða jurta því lítil, jafn-
vel á minnst bitnu svæðunum. Tví-
kímblaða blómjurtir eru flestar mjög eftir-
sóttar af búfé, en þola illa beit, og margar
t
.C3
3
'O
u
O
— o — grös - grasses
—*— hálfgrös - sedges and rushes
-in mosar — mosses
Fig. 1: The effects of graging on the botanical composition of rangelands.