Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 151
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,2: 149-151
Rannsóknir — Landnýting
Ingvi Porsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnabarins
Keldnaholti, Reykjavík.
LANDNÝTING PARF AÐ GRUND-
VALLAST Á RANNSÓKNUM
Því hefur verið haldið fram í þessu riti, að
fáar þjóðir eigi yíir að ráða jafnvíðtækum
og nákvæmum gróðurkortum og gróður-
rannsóknum og Islendingar til þess að
reisa á skipulega landnýtingu. En ekki er
nóg að safna gögnum og stunda rann-
sóknir, sem kosta stórfé. Það verður að
færa sér í nýt þá þekkingu, sem þannig er
aflað, til þess að hún geti orðið að notum
við lausn vandamála. Á það hefur verið
lögð þung áherzla, að gróðurfar landsins
sé ekki með þeim hætti, sem það ætti að
vera samkvæmt legu þess og loftslagi.
Þetta komi ekki aðeins fram í margfalt
minni gróðurþekju nú en við upphaf
landnáms, heldur einnig í mun minni
grósku, gæðum og beitarþoli þess gróður-
lendis, sem enn er í landinu, enn fremur,
að þetta valdi oflitlum afurðum afsauðfé.
Núverandi ástand gróðurs og jarðvegs er
að miklu leyti til komið fyrir áhrif búsetu
og landnytja í 1100 ár, þótt ekki skuli
dregið úr áhrifum náttúruhamfara og
veðurfarsbreytinga.
Þær rannsóknir, sem hér hafa verið
gerðar að umræðu, og ýmsar aðrar eldri og
yngri rannsóknir hafa leitt þetta í ljós, svo
að ekki verður um villzt. En þær og til-
raunir og aðgerðir Landgræðslu ríkisins,
Skógræktar ríkisins og íleiri aðila hafa
einnig sýnt, að þessu má breyta. Eyðing-
una má stöðva og auka landgæði að nýju
með ýmsum ræktunar- og landgræðslu-
aðferðum, en algert frumskilyrði er, að
gróðurnýtingunni sé stillt í hóf. Með hóf-
legri nýtingu einni saman er unnt að ná
stórkostlegum árangri í endurheimt land-
gæða á tiltölulega skömmum tíma, - oft
aðeins fáum áratugum. Þetta hafa rann-
sóknir og reynsla einnig sýnt og sannað.
Allir eru eflaust sammála um, að skyn-
samlegast sé að nota jöfnum höndum hag-
kvæmustu aðferðir. En hefur þetta verið
gert? Svarið verður því miður neitandi,
ekki sízt vegna þeirrar staðreyndar, að allt
of lítill gaumur hefur verið gefmn niður-
stöðum gróðurrannsóknanna og lítið verið
farið eftir þeim. Þetta væri skiljanlegt, ef
þær hefðu leitt í Ijós, að allt væri með felldu
um landnýtinguna og ástand gróðursins.
Svo er þó vissulega ekki, og á það hefur
óspart verið bent á undanförnum árum,
en án verulegs árangurs, að því er land-
nýtingu varðar. T. d. er í gildi ítala á að-
eins einum afrétti á landinu öllu.
Hér skal engum getum að því leitt, hvað