Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 125
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,2: 123-125
Beitargildi gróðurlenda
Ingvi Porsteinsson
Rannsóknastofmn landbúnaðarins
Keldnaholli, Reykjavík.
Beitargildi gróðurlenda ákvarðast af upp-
skerumagni og hlutfallinu milli góðra og
lélegra beitarplantna í gróðurbreiðunni,
umfram allt hlutfallinu milli jurta og trjá-
kennds gróðurs.
I nær öllum gróðurlendum vex eitthvað
af plöntutegundum, sem búfé sneiðir hjá
og rýrir beitargildi þeirra. Meðal slíkra
tegunda má nefna þursaskegg, móasef,
hrossanál, ljónslappa o. fl. Þegar mikið er
um slíkar tegundir og þær eru jafnvel
ríkjandi, er tekið tillit til þess við út-
reikning á beitargildi.
Beitargildi er að jafnaði því meira sem
tegundir eru fleiri og búfé hefur úr meira
að velja. Þetta stafar af því, hve ólíkt
efnamagn tegundanna er og að búféð get-
ur bætt sér upp efnaskort einnar tegundar
með annarri. Þá er fjölbreytnin mikilvæg
vegna þess, hve mishratt tegundirnar
þroskast og næringargildið minnkar.
Beitargildi lands hefur að sjálfsögðu
mikil áhrif á afurðir búfjárins. Tegunda-
fátt og rýrt gróðurlendi gefur alltaf minni
afurðir en gróskumikið og tegundaauðugt,
jafnvel þótt það sé lítið beitt.
í 1. töflu er sýnt beitargildi helztu
gróðurlenda landsins neðan og ofan við
400 m hæð. Mælikvarði á næringargildi er
það magn þurrefnis, sem þarf í hverja fóð-
ureiningu, en fjöldi nýtanlegra fóður-
eininga á ha. gróins lands er mælikvarði á
beitargildi gróðurlendis. Það er sá fjöldi
fóðureininga, sem talið er óhætt að nýta,
án þess að um ofbeit sé að ræða, eins og að
framan var greint.
Mikill munur er á næringargildi
gróðurs í þessum helztu gróðurlendum
landsins. I báðum hæðarbeltum er það
hæst í starmóa, graslendi og blómlendi. Á
láglendi hefur skóglendi með grasi og
elftingu hátt næringargildi, en það
gróðurlendi er ekki á hálendi.
Að meðaltali hafa gróðurlendi láglendis
og hálendis nær sama næringargildi. Hins
vegar er það alkunna, að næringargildi
plantna helzt hærra á hálendi en láglendi
fram eftir sumri vegna þess, að gróður
þroskast þar hægar.
Uppskerumælingar eru vanalega gerð-
ar á þeim tíma sumars, þegar gróður hefur
náð fullum vexti, og þau sýni eru notuð til
að ákvarða næringargildi beitargróðurs-
ins. Æskilegt væri að gera slíkar mælingar
að minnsta kosti þrisvar til fjórum sinnum
á sumri og reikna næringargildið út frá
þeim, en þetta hefur reynzt of tímafrekt.
Beitargildi verður að teljast hátt, ef