Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 83
GRÓÐURKORTAGERÐ 81
14. mynd: Grafnál. Nálar afmismunandi breidd eru
notaðar við Iokateiknun gróðurkorta.
Fig. 14: Instruments such as rigid and swivel gravers are
used for the scribing of vegetation maps.
ENDURSKOÐUN GRÓÐURKORTA
Nú er komið á þriðja áratug, frá því að
gróðurkortagerð hófst. Fimmtán til tutt-
ugu ár eru liðin, síðan unnið var við
gróður- og landgreiningu á afréttum
Rangæinga, Árnesinga og á fleiri svæðum,
þar sem gróðurrýrnun og gróður- og jarð-
vegseyðing hefur verið ærin. Á ýmsum
stöðum á þessum landsvæðum hefur verið
unnið að uppgræðslu og friðun lands.
Slík svæði og reyndar líka önnur, sem
langt er síðan gerð voru gróðurkort af, er
nauðsynlegt að athuga að nýju í því skyni
að fylgjast með breytingum, sem þar
verða, hvort sem er afvöldum náttúruafla
eða nýtingar landsins.
Ætlunin er að kanna einkum gróður-
farsbreytingar, uppgræðslu, gróðureyð-
ingu og aðrar breytingar á víðáttu gróins
lands. Fleiri atriði verða e. t. v. könnuð í
slíkri endurskoðun, eftir því sem ástæða
þykir til.
Auk vettvangskorta og loftmynda, sem
notaðar voru við kortagerð á viðkomandi
svæðum, verða notaðar nýjar loftmyndir
við þessar athuganir. Að öðru leyti en hér
hefur verið drepið á eru rannsóknarað-
ferðir í athugun, enda er endurskoðun
gróðurkorta og áætlanir þar að lútandi
enn á byrjunarstigi.
NIÐURLAG
Hér að framan hefur verið rakinn til-
gangur gróðurkortagerðar, gögnum, sem
notuð eru við kortagerðina, og efni kort-
anna lýst, og sagt hefur verið frá ein-
stökum verkþáttum í vinnslu gróðurkorta.
Auk þess er minnzt á endurskoðun
gróðurkorta, sem væntanlega verður
vaxandi verk síðar meir vegna stjórnunar
beitar og annarrar landnýtingar og vegna
úttektar á því, hvað vinnst á sviði land-
verndar og landgræðslu.
Gróðurkortagerð hér á landi er að ýmsu
leyti sérstæð. Hér er um að ræða kort í
stærri mælikvarða en flest önnur kort af
landinu. Þá má einnig geta þess, að í öðr-
6
um löndum hefur ekki verið ráðizt í slíkt
verk, þ. e. a. s. gerð gróðurkorta í svo
stórum mælikvarða af öllu landi sem hér
er unnið að.
Tilgangi með kortagerðinni var áður
lýst. Til viðbótar því, sem þar kom fram,
er rétt að nefna það að lokum, að notagildi
gróðurkorta er ekki aðeins bundið nýtingu
lands til beitar og annarra þátta búskapar.
Einnig má hafa gagn af þeim við skipu-
lagningu, eftirlit og stjórnun landnýtingar
á öðrum sviðum (Gylfi Már Guðbergs-
SON, 1974). Til dæmis má nefna land-
græðslu, skógrækt og náttúruvernd. Þá
geta gróðurkort komið að gagni við mat á