Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 42
40 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Eitt, sem öðru fremur einkennir elfting-
armýrina gagnvart hinum mýrasveitun-
um, er, hve mikið er þar afgrösum í mörg-
um hverfum, einkum þó þar, sem hún er
þurrust. Auk áðurtalinna tegunda er
snarrótarpuntur, vallarsveifgras, skriðlíngresi,
ilmreyr og sums staðar hálmgresi algengar
tegundir. Nálgast sum gróðurhverfin í
þessu valllendi. Par sem mikið er um
gulstör, væri ef til vill réttara að tala um
jaðar. Runngróður sést ekki í elftingar-
mýrinni.
Runnamýri
Smárunnar koma fyrir í mörgum gróður-
sveitum mýrarinnar, en venjulega svo
strjálir og lítils vaxtar, að þeirra gætir ekki
í gróðursvip né þekju. En stundum færast
þeir svo í aukana, að þeir verða yfirgnæf-
andi í gróðursvipnum og verulegur hluti í
gróðurmagninu. Eru það fjalldrapi, blá-
berjalyng ogkrœkilyng, einkum þó tveir hinir
fyrst töldu. Oftast mun magn fjalldrapans
vera minna en lyngsins, þó að hans gæti
meira í útliti, því að hann er stórvaxnari
en það. Runnamýrin er oft votlend, svo að
FLÓI
Flóinn er blautasti hluti votlendisins og
hverfur stundum yfir í vatnagróður án
verulegra marka. Oft eru þau helzt, að
mosi hverfur úr svarðlaginu, þegar út í
opið vatn kemur. Svo er flóinn blautur, að
vatn flýtur yfir grassvörðinn mestan hluta
árs og stendur ætíð efst í honum og kemur
fram í hverju spori, ef um hann er gengið.
Yfirborð flóans er að mestu slétt, en oft eru
einstakar þúfur eða þúfnahróf inni í flóa-
svæðunum. Vaxa þar löngum ýmsir
smárunnar og jafnvel lágvaxið birki, og
heyrir gróður þeirra ýmist til jaðars eða
hún nálgast flóann í því efni, og hallar
henni þá næsta lítið. Auk runnanna vaxa
þar flestar tegundir mýrarinnar, en mest
er af klófífu og mýrastör, og er henni skipað í
hverfi eftir því, hvor tegundin er
drottnandi. Þá eru stinnastör, hálmgresi,
vinglar, týtulíngresi, hengistör, tjarnastör og
sums staðar engjarós algengar tegundir.
Smávaxinn víðir er þar oft, og mýrelfting
verður stundum alláberandi. Hér er
runnamýrin tekin í tvennu lagi. Annars
vegar er fjalldrapi-mýrastör einkennisteg-
undirnar U9, en hins vegar stinnastör-
fjalldrapi-bláberjalyng U3. Réttara væri og
skýrara til einkennis að telja runnana allt-
af fyrst í hverfum runnamýrarinnar. Þetta
síðarnefnda hverfi U3 er hálendishverfi.
Sennilega er réttast að telja U17, mýra-
stör-ilmbjörk, til runnamýrarinnar.
Loks eru hér tvö mýragróðurfélög,
klófífa-finnungur U18 og tjarnastör-mýrastör-
bláberjalyng U19. Hið fyrrnefnda minnir
mjög á finnungssnjódældina, en hið síð-
arnefnda er mýrastararsveit, sem mjög
nálgast flóa og minnir um margt á V2.
runnamýrar. Flóinn er hallalaus, svo að
jaðarvatnið stendur kyrrt, endurnýjast
ekki eða mjög seint, og er flóinn því súrari
og steinefnasnauðari en mýrin. (Sjá þó
það, sem segir um flæðimýrina.) Svarðar-
eða mómyndun er nokkur í láglendisfló-
um, en nær engin í hálendinu, enda þótt
jarðvegur sé djúpur. A vetrum liggja
flóarnir undir ís og svellum. Leggur þá oft
svo snemma á haustin, að jörð er ófrosin,
og er því löngum lítið frost í jörðu í
flóunum að vetrinum, og græn gróðurnál
gægist þar því upp, jafnskjótt og ísa leysir