Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 46
44 ISLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
gróðurlög, botngróður, sem ætíð þekur
botninn, en vex ekki upp í hin efri lög
vatnsins, flot- eða flækjugróður, botnfastar
plöntur, sem vaxa upp í efri vatnslögin, og
fljóta blöð þeirra og stönglar oft í vatns-
skorpunni, og loftgróður, en það eru þær
plöntur, sem teygja sig verulega upp úr
vatninu.
Enda þótt tegundir vatnaplantna séu
ekki margar, mynda þær þó gróðurhverfi
og gróðursveitir rétt eins og þær, sem vaxa
á þurru landi. En ekki verður hér lýst
nema fjórum gróðursveitum vatna.
Eins og fyrr var getið, verða mörk flóa-
og tjarnagróðurs oft næsta óskýr. Flóa-
plönturnar vaxa út í tjarnir og grunn vötn
án skýrra marka, en þau verða sett, þegar
mosi hverfur úr botnlaginu, sem verður
venjulega í grunnu vatni. Nokkrar flóa-
plöntur ná mestum þroska við vatnsbakka
eða í tjörnum, og einkum verða þær stór-
vaxnar í grunnum og kyrrum vatnavikum.
Allir þekkja stararflögurnar, sem ein-
kenna mörg vötn og tjarnir, en gróður
þeirra, er aðallega hinar stórvöxnu starir,
gulstör og tjarnastör, einkum þó hin síð-
arnefnda. Helztu fylgitegundir þeirra, ef
einhverjar eru, eru horblaðka vatnsnál og
ýmsar nykrur. Mætti þar tala um gulstar-
ar- eða tjarnastararhverfi, sem einu nafni
mætti kalla stórstarasveit.
I gróðurlyklinum eru tilgreind þrjú
hverfi vatnagróðurs; tvö heyra til loft-
gróðrinum, en eitt botngróðri.
Fergin
Aðaltegund hverfisins er ferginið V20, há-
vaxin elftingartegund, sem vex í síkjum og
tjörnum, en segja má, að það fylgi nær
algerlega flæðimýrinni, sé raunar ein
gróðursveit hennar. Skera hinir dökk-
grænu ferginkílar sig mjög úr innan um
gulgræna gulstararmýrina. Ferginið vex
oft allþétt, og þar sem það er einnig há-
vaxið, verður heyfall allmikið í fergin-
kílum. Mjög fáar fylgitegundir eru með
fergininu, helztar þeirra horblaðka og
vatnsnál.
Vatnsnál
Vatnsnálin V21 vex hátt upp úr vatninu
líkt og ferginið, en verður þó tæplega
jafnhá. En þar sem ferginið er fagurgrænt,
er vatnsnálin oftast mógræn á lit. Hún er
algeng í smáum stíl um land allt, en óvíða
svo þétt, að hún myndi veruleg gróð-
urhverfi nema helzt í grunnum smátjörn-
um. Sjaldan vex hún í flóasveitunum, þar
sem ferginið er oft algengt innan um gul-
stör og jafnvel í klófífusveit. Þar sem
vatnsnálin myndar gróðurhverfi, eru
fylgitegundir hinar sömu og ferginisins. I
Austur-Skaftafellssýslu og ef til vill víðar
myndar vatnsnálin víðáttumiklar breiður
í grunnum lónum úti við ströndina. Sjást
breiður þessar langt að. Er hún þar bæði
há og þéttvaxin. Sennilega er einhver selta
í lónum þessum, sem aðeins eru skilin frá
sjó með sandrifjum, sem ósar grafast víða
gegnum.
Flagasóley-vatnsliðagras
I grunnum tjörnum og út frá bökkum
annarra stærri er vatnsbotninn oft græn-
litaður, og sést það oft bezt, þegar tjarn-
irnar þorna. Helztu tegundirnar eru þar
flagasóley og vatnsliðagras V22. Allmargar
tegundir finnast í þessu gróðurlagi, og
mætti vafalaust greina þar sérstök gróð-
urhverfi. Hér verða einungis taldar þær
tegundir, sem oftast finnast í þessum
botngróðri, en þær eru: hnúðsef, alurt, en
þær eru einkum á Suðurlandi, enn fremur
kattarjurt, vatnsnæli ogjafnvel lónasóley, sem
þá heyrir til flotgróðrinum.