Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
22°
21°45'
21°30’
45 >--4ócm = 18,5 km
6. mynd: Kortblöðin eru u. þ. b. 46x60 cm í mælikvarða 1:40 000. Blaðstærð korta í mælikvarða 1:20 000 er
hin sama, en þau kort ná yfir fjórðung þess svæðis sem kort í mælikvarða 1:40 000 sýnir, eða um 9,2X 12,2
km.
Fig. 6: Format ojvegetationmaps. Eachsheet isapproximately 46X60cm, bothat 1:40 000and 1:20 OOOscale, coveringan
area of 18,5X24,5 km and 9,2X12,2 km respectively.
9X12 km (108 km2 að meðaltali), 104— 115
km2 eftir því, hvar er á landinu (sbr. 64.
bls.).
Gróður- og jarðakort í Borgarfirði og
víðar hafa að mestu verið gerð eftir stækk-
uðum svart-hvítum loftmyndum á und-
anförnum árum. Mælikvarði myndanna
hefur verið því sem næst 1 : 20 000.
Framvegis er ætlunin, að myndkort
verði notuð við gerð byggðakorta sem
grunnkort og við gróður- og landgreiningu
og landamerkjaskráningu. Pessi breyting
er mjög fýsileg vegna ástæðna, sem raktar
eru hér á eftir. Tilhögun vinnu mun þá
breytast nokkuð, og sömuleiðis verður
ýmis efniskostnaður annar en verið hefur.
Er nú unnið að athugun á því, hvaða
breytingar á kostnaði eru þessu samfara,
og könnun íleiri atriða, sem koma til álita.
Blaðskiptingu byggðakorta hefur verið
hagað eftir AMS-kortum eins og blað-
skiptingu hálendiskorta. Þessu er hag-
kvæmt að breyta og fara eftir sömu blað-
skiptingu og gert er í myndkortagerð.
Hvert gróður- og jarðakort yrði jafnstórt
og (jögur myndkort, sem minnkuð hafa
verið í 1 : 20 000 (7. mynd).
Myndkortin, sem notuð verða við gerð
byggðakorta, yrðu á málíöstum pappír og
mælikvarði minnkaður úr 1 : 10 000 í
1 : 20 000. Til kortagerðarinnar þarf tvö
sett myndkorta af hverju kortblaði
byggðakorta. Hvort sett er þá blað með
fjórum myndkortum (8. mynd), og væru