Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
GRÓÐURKORT AF ÍSLANDI
Árið 1961 hófst sú gróðurkortagerð, sem
síðan hefur verið haldið áfram óslitið. Eins
og fyrr var getið, var í fyrstu unnið að gerð
gróðurkorta af afréttum á hálendi
landsins. Ákveðið var að nota Islandskort,
sem kortagerð bandaríska hersins (Army
Map Service) vann að 1948—1949 og
voru prentuð 1950-1951 sem grunnkort
fyrir gróðurkortin. Á grunnkortunum eru
strandlengja, ár, vötn, vegir og 100 m
hæðarlínur. Gróður- og landgreining er
svo yílrfærð á grunnkortin. Þessi kort eru
nefnd AMS C762,1) og eru í mælikvarða
1 : 50 000.
Bandaríkjamenn tóku loftljósmyndir í
mælikvarða 1 : 43 000 af öllu landinu
1945-1946, og eru AMS-kortin gerð eftir
þeim loftmyndum og mælingum og kort-
um Geodætisk Institut (atlasblöðum og
fjórðungsblöðum í mælikvarða 1 : 100 000
og 1 : 50 000). Ákveðið var, að mælikvarði
gróðurkorta yrði 1 : 40 000 og blaðskipt-
ing yrði hin sama og á AMS-kortunum (3.
mynd).
Af því að gróðurkortin eru í stærri
mælikvarða en grunnkortin, hafa AMS-
kortin verið stækkuð hjá Landmælingum
íslands úr 1 : 50 000 upp í 1 : 40 000. Þar
er um að ræða 289 númeruð kortblöð.
Þegar frá eru talin tólf kort af Vatnajökli
og tvö af Breiðafirði, eru kortblöðin 275 að
tölu. Kort af afréttum og öðrum sumar-
beitilöndum á hálendi landsins voru talin
verða um 120.
0 AMS: Army Map Service.
C762: Stafur og númer tákna kortflokk.
Stærð kortblaða er um 46x60 cm, og
þau ná yfir svæði, sem er hálft lengdarstig
og Vð hluti breiddarstigs (6. mynd).
Landsvæðið, sem hvert kortblað er af, er
dálítið misstórt eftir því, hvar er á landinu
(stærst syðst og minnst nyrzt á landinu).1)
Það er u. þ. b. 18,5 kmfrá norðri til suðurs,
bæði nyrzt og syðst á landinu, og 24,5 km
frá austri til vesturs á Suðurlandi, en tæp-
lega 23 km nyrzt á landinu. Flatarmál þess
lands, sem sést á hverju kortblaði, er því
415-462 km2 (438 km2 að meðaltali).
Fyrsta gróðurkortið kom út 1957, eins
og áður sagði. Það var kort af Gnúpverja-
afrétti á tveimur kortblöðum. Þegar gróð-
urkortagerð og útgáfa korta hófst að nýju,
voru þessi kort endurteiknuð og felld inn í
nýju útgáfuna. Vorið 1966 voru gefin út
sex gróðurkort í mælikvarða 1 : 40 000
(blöð 190-192 og 210-212; sjá 3. mynd).
Næstu fjögur ár komu út um 10 kort á ári
(39 kort alls), og 1971 voru gefin út fjögur
kort. Þá varð hlé á útgáfunni til 1977
vegna fjárskorts og vegna þess að áherzla
var lögð á önnur verkefni. Árið 1977 komu
út sjö kort, og 1980 koma út átta kort. Alls
eru þá komin út (á árinu 1980) 64 gróð-
urkort af afréttum, hálendi og öðrum
svæðum í mælikvarða 1 : 40 000, og eru
þau af um það bil 28800 km2 lands (4.
mynd).
0 Lengdarstig syðst á landinu (á 63°30() eru um
49800 m, en nyrzt (á 66°30') rúmlega 44500 m.
Lítill munur er á breiddarstigum; fjarlægð milli
63° og 64° er 111472 m, en á milli 66° og 67° eru
111518 m.