Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR GRÓÐURKORT AF ÍSLANDI Árið 1961 hófst sú gróðurkortagerð, sem síðan hefur verið haldið áfram óslitið. Eins og fyrr var getið, var í fyrstu unnið að gerð gróðurkorta af afréttum á hálendi landsins. Ákveðið var að nota Islandskort, sem kortagerð bandaríska hersins (Army Map Service) vann að 1948—1949 og voru prentuð 1950-1951 sem grunnkort fyrir gróðurkortin. Á grunnkortunum eru strandlengja, ár, vötn, vegir og 100 m hæðarlínur. Gróður- og landgreining er svo yílrfærð á grunnkortin. Þessi kort eru nefnd AMS C762,1) og eru í mælikvarða 1 : 50 000. Bandaríkjamenn tóku loftljósmyndir í mælikvarða 1 : 43 000 af öllu landinu 1945-1946, og eru AMS-kortin gerð eftir þeim loftmyndum og mælingum og kort- um Geodætisk Institut (atlasblöðum og fjórðungsblöðum í mælikvarða 1 : 100 000 og 1 : 50 000). Ákveðið var, að mælikvarði gróðurkorta yrði 1 : 40 000 og blaðskipt- ing yrði hin sama og á AMS-kortunum (3. mynd). Af því að gróðurkortin eru í stærri mælikvarða en grunnkortin, hafa AMS- kortin verið stækkuð hjá Landmælingum íslands úr 1 : 50 000 upp í 1 : 40 000. Þar er um að ræða 289 númeruð kortblöð. Þegar frá eru talin tólf kort af Vatnajökli og tvö af Breiðafirði, eru kortblöðin 275 að tölu. Kort af afréttum og öðrum sumar- beitilöndum á hálendi landsins voru talin verða um 120. 0 AMS: Army Map Service. C762: Stafur og númer tákna kortflokk. Stærð kortblaða er um 46x60 cm, og þau ná yfir svæði, sem er hálft lengdarstig og Vð hluti breiddarstigs (6. mynd). Landsvæðið, sem hvert kortblað er af, er dálítið misstórt eftir því, hvar er á landinu (stærst syðst og minnst nyrzt á landinu).1) Það er u. þ. b. 18,5 kmfrá norðri til suðurs, bæði nyrzt og syðst á landinu, og 24,5 km frá austri til vesturs á Suðurlandi, en tæp- lega 23 km nyrzt á landinu. Flatarmál þess lands, sem sést á hverju kortblaði, er því 415-462 km2 (438 km2 að meðaltali). Fyrsta gróðurkortið kom út 1957, eins og áður sagði. Það var kort af Gnúpverja- afrétti á tveimur kortblöðum. Þegar gróð- urkortagerð og útgáfa korta hófst að nýju, voru þessi kort endurteiknuð og felld inn í nýju útgáfuna. Vorið 1966 voru gefin út sex gróðurkort í mælikvarða 1 : 40 000 (blöð 190-192 og 210-212; sjá 3. mynd). Næstu fjögur ár komu út um 10 kort á ári (39 kort alls), og 1971 voru gefin út fjögur kort. Þá varð hlé á útgáfunni til 1977 vegna fjárskorts og vegna þess að áherzla var lögð á önnur verkefni. Árið 1977 komu út sjö kort, og 1980 koma út átta kort. Alls eru þá komin út (á árinu 1980) 64 gróð- urkort af afréttum, hálendi og öðrum svæðum í mælikvarða 1 : 40 000, og eru þau af um það bil 28800 km2 lands (4. mynd). 0 Lengdarstig syðst á landinu (á 63°30() eru um 49800 m, en nyrzt (á 66°30') rúmlega 44500 m. Lítill munur er á breiddarstigum; fjarlægð milli 63° og 64° er 111472 m, en á milli 66° og 67° eru 111518 m.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.