Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 118
1 16 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
tegundir og mannhæðarhár víðir, en í
landi var mosi ríkjandi ásamt fjalldrapa
og öðrum lélegum beitarplöntum (2.
mynd) (Halldór Porgeirsson, 1979).
Uppskera gróðurs í eyjunni var 21,0
hestburður, en í landi 2,8 hestburðir á
hektara. Munurinn á beitargildi er þó enn
meiri en svarar til uppskerumunar, því að
í eyjunni eru ríkjandi ýmsar beztu beitar-
plöntur, sem völ er á hér á landi. Þarna er
að vísu óvenjumikil gróska, ekki sízt með
tilliti til hæðar yfir sjávarmáli, en víðtækar
mælingar hafa sýnt, að úthaginn hefur að
jafnaði margfalt minna beitargildi en
landsvæði, sem hafa verið friðuð, hóflega
eða lítið beitt um langan tíma. Til sönn-
unar því má nefna, að eftir 50 ára friðun
hefur botngróður í Hallormsstaðaskógi að
jafnaði um fimm sinnum meira beitargildi
en landið utan skógarins, bæði vegna
meiri uppskeru og betri beitargróðurs.
Við þetta bætist svo ársvöxtur trjánna.
3. TAFLA.
Meðalársuppskera nokkurra mikilvægra gróður-
lenda jarðar og á Islandi.
TABLE 3.
The annual production of some plant communities of the
world, and in Iceland.
Gróðurlendi Kg þ.e./ha
Plant communities Kg DM/ha
Lágskógar og kjarrlendi tempraða
beltisins
Woods and shrublands of the temperate
zone ................................... 6000
Graslendi tempraða beltisins
Grasslands of the temperate zone .... 5000
Hálendi og freðmýrar jarðar
Alpine and tundra vegetation ofthe world 1400
Lágskógar á Islandi
Woodlands in Iceland ................... 4000
Skóglaus úthagi á Islandi
Open rangelands in lceland .............. 900
Loks skal hér gerður samanburður á
uppskeru skóglendis og úthaga á Islandi
og þremur algengustu gróðurlenda jarðar
í sömu gróðurbeltum og ísland (3. tafla)
(Ingvi Þorsteinsson, 1977). Þess skal
getið, að Steindór Steindórsson telur lág-
lendi landsins gróðurfarslega til tempraða
beltisins, en hálendið til heimskautabelt-
isins (Steindór Steindórsson, 1964).
Tölur um uppskeru í skóglendi landsins
eru fengnar með mælingum af friðuðum
og beittum svæðum Þær mælingar ná að-
eins til botngróðurs, en ársvöxtur trjánna
er áætlaður í samráði við íslenzka skóg-
ræktarmenn. Uppskera skóglenda er um
fjórum sinnum meiri en úthaga, og eins og
að framan greinir, er beitargildi þeirra enn
meira vegna betra gróðurfars. Þrátt fyrir
þetta er uppskera kjarr- og skóglendanna
hér um þriðjungi minni en í tempruðu
beltunum, og er það að vonum, því að
aðeins lítill hluti skóglendisins hér er
friðaður og að minnsta kosti fjórðungur
þess liggur undir skemmdum vegna beitar
(Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag
ÍSLANDS, 1977).
Það er athyglisvert, að jafnvel gróður-
lendi hálendis og freðmýra jarðar gefa að
jafnaði mun meiri uppskeru en íslenzkir
úthagar, og er orsaka þess naumast að
leita í lélegri gróðurskilyrðum hérlendis.
I heild eru gróðurlendi íslands rýr
beitilönd, og aðeins hluti þeirra getur tal-
izt góður. Sum gróðurlendi eru rýr vegna
slæmra gróðurskilyrða, t. d. mosaþembur
og ýmis gróðurlendi hátt til fjalla. önnur
gefa mikla uppskeru, en hafa lítið beitar-
gildi vegna lélegra beitarplantna, t. d.
ýmsir flóar og blautustu mýrar. En það er
mun algengara, að beitiland sé rýrt vegna
eyðingar skóganna og ofbeitar, sem hefur
leitt til skaðlegra brey.tinga á gróðurfari,