Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 34
32 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
það væri lokastigið. Ef skóglendi væri í
nánd og landið friðað, verður skógurinn
lokastig gróðrarsögunnar. Má sjá þess
greinileg merki í og við skógargirðingar.
En þá leggur skógurinn oft undir sig blás-
inn melinn án nokkurs millistigs.
En nýgræður finnast víðar en á gömlum
uppblásturssvæðum. Skriður í fjallahlíð-
um gróa oft að nýju á fáeinum árum, eins
og víða sjást ljós merki, enda er þar bæði
jarðvegur og hæfilegur raki. Gróður frá
aðliggjandi gróðurlendum sækir inn í
skriðuna, svo að þar verður sjaldan um
veruleg millistig að ræða. Þó munu grös að
öllum jafnaði fara á undan smárunnum,
enda þótt runnagróður verði lokastigið.
Víðáttumeiri nýgræður eru þó á áreyrum
og í óshólmum, bæði við hin stærri vatns-
föll og eins þar sem lækir falla í smærri
BLÓMLENDI
Þar sem gróðurskilyrði eru hagstæðust,
svo sem mikið sólfar, skjól, hæfilegur raki,
alldjúpur snjór eða ef áburður berst að,
t. d. fugladrit í björgum, skapast sér-
kennilegt gróðurlendi, sem hér er lýst í
einu lagi, þótt raunar sé um mörg gróð-
urhverfi og jafnvel gróðursveitir að ræða.
Kallast það blómlendi Ll.
Sjaldnast þekur blómlendið stór svæði.
Aðaleinkenni þess eru hávaxnar og
blómskrúðugar tvíkímblaða jurtir, en
grasa og hálfgrasa gætir lítt í gróðursvip,
enda þótt þær lífmyndir, einkum grösin,
þeki oft allmikið af yfirborði sem undir-
gróður jurtanna. Oft ná jurtirnar allt að
eins metra hæð eða jafnvel meira. Kallast
slík stórvaxin jurtasamfélög oft jurtastóð
eða blómstóð og eru þá oft kennd við ein-
stakar tegundir, t. d. hvannstóð.
Gróður blómlendisins er samfelldur,
vötn og tjarnir. Á áreyrum eru oft veru-
legar nýgræður, þar sem gróður er á
breytingastigi og hann byrjar næsta strjáll
og oft sundurleitur á malareyrum eða
sandi, en þéttist svo, að fram kemur vall-
lendi eða víðiflesjur. Gengur sú breyting
furðufljótt, ef gróðurinn fær frið, því að
raki er þar nægur. Helztu tegundir á slík-
um gróandi áreyrum eru: eyrarós, grávíðir,
loðvíðir, kattartunga, skriðlíngresi, snarrótar-
puntur og túnvingull.
I gróðurlyklinum eru taldar þrenns
konar nýgræður, einkenndar af þeim
plöntum, sem gefa þeim svip. Eru þær
þessar: nýgrœður með grösum Kl, nýgræður
með elftingu K2 og nýgrœður með hrafnafífu og
hálmgresi K3. Hefur þeim verið lýst í al-
menna yfirlitinu.
mosi oftast lítill í rót. Víðátta blómlend-
anna er oftast fremur lítil og takmarkast
oft af landslagi. Blómlendi er títt að finna í
gilhvömmum, hraunkötlum, bjargsyllum,
í fuglabjörgum, skriðugeirum, hlíða-
lautum, lækjadrögum og árbökkum. Er þá
oft vandgreint, hvort um blómlendi eða
snjódæld er að ræða. Þá er ekki óalgengt,
efgraslendi er friðað um skeið, að jurtirnar
þjóti upp í því, svo að það raunverulega
breytist í blómlendi á stuttum tíma. Sýnir
það ljóslega, að fénaður sækir í ýmsar
bljómjurtirnar og tínir þær innan úr
grasinu. Blómlendið er mjög fjölskrúðugt
og tegundir þéttar, þ. e. margar tegundir
vaxa á litlum svæðum, svo að oft verður
erfitt að segja um, hver sé einkennistegund
öðrum fremur, og verða því skilgreiningar
einstakra gróðurhverfa oft vandkvæðum
bundnar. Nokkur gróðurhverfi hafa þó