Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 88
86 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
þessara þátta, t. d. milli berggrunns og
jarðvegstegunda, milli hæðar yfir sjávar-
máli og hitastigs, milli halla og jarðvegs-
raka, milli hallaáttar og jarðvegshita, o. s.
frv. Allir hafa þeir bein eða óbein áhrif á
gróðurfar og uppskeru, en oft er erfitt að
greina samverkandi áhrif þeirra.
Samhengi milli jarðvegsraka og jarð-
vegstegunda annars vegar og gróðurfars
hins vegar er að jafnaði svo skýrt, að við
gerð byggðakorta er látið nægja að nota
gróðurfar sem mælikvarða á þessa þætti
og við mat á ræktunarskilyrðum einstakra
jarða. Grófasta flokkun jarðvegs eftir
rakastigi er í þurrlendi og votlendi, en
innan þeirra meginflokka má svo aðgreina
gróðurlendin nánar eftir rakastigi. Þurr-
ustu gróðurlendi þurrlendisins eru yfirleitt
þursaskeggs- og móasefsmóar og mosa-
þembur. Kvistlendi nýtur að jafnaði betri
rakaskilyrða. Skóglendi er breytilegt að
þessu leyti. Þar sem lyng og smárunnar
eru ríkjandi botngróður í skógi, er jarð-
vegur grunnur og þurr, þar sem grös,
elfting og blómjurtir eru ríkjandi, eru
rakaskilyrði betri. Birki vex oft í þurrum
mýrum eða hálfdeigjum, en þar eru grös
ríkjandi. Þau þurrlendisgróðurlendi, sem
njóta beztra rakaskilyrða hér á landi, eru
stinnastararmóar, graslendi, snjódældir
og fléttumóar.
Votlendi er aðgreint í fjóra flokka eftir
GRÓÐURFAR
Eins og að framan greinir, er gróður í
þessum rannsóknum flokkaður í gróður-
félög eftir ríkjandi plöntutegundum.
Ymsar aðrar forsendur eru notaðar við
flokkun gróðurs víðs vegar um heim, m. a.
eftir tilgangi hennar og ýmsum öðrum að-
stæðum. En þegar verið er að leita eftir
rakastigi: jabrar eða hálfdeigjur eru á mörk-
um þurrlendis og votlendis, að því er
snertir rakastig. Jaðragróðurhverfin njóta
oft hagstæðra rakaskilyrða, eins og upp-
skerutölurnar í 2. töflu bera með sér, og
þau eru að jafnaði mjög grasrík, eins og 1.
tafla sýnir. Mýrar eru mjög breytilegar, að
því er rakastig varðar. Mýrar með birki,
gulvíði og grávíði eru t. d. tiltölulega
þurrar, en mýrar með hengistör, klófífu,
gulstör og mýrafinnungi eru blautar. Flóar
hafa það sameiginlega einkenni að vera
forblautir, svo að oftast stendur vatn í
yfirborði þeirra, en lítill munur er á raka-
stigi gróðurhverfa flóans.
Ymsar plöntutegundir geta veitt greini-
lega vitneskju um ýmis jarðvegseinkenni.
Loðvíðir bendir t. a. m. til þess, að jarð-
vegur sé foksandsblandinn, en gulvíðir
með grösum og mikil stinnastör í graslendi
bendir til þess, að jarðvegur sé tiltölulega
auðugur að lífrænum efnum. Þar sem
hrossanál, mýrelfting, hálmgresi og þráð-
sef eru ríkjandi í hálfdeigjum, er jarðvegur
ævinlega sendinn, en þar sem grös og
starir eru ríkjandi í hálfdeigjum, er um
lífrænan jarðveg að ræða, - mýri, sem
þornað hefur upp.
Mjög sterkt samhengi er milli mis-
munandi beitarþunga, gróðurfars og upp-
skerumagns.
beitargildi gróðurlenda, er eðlilegast að
miða flokkunina við ríkjandi tegundir, því
að þær hafa að sjálfsögðu mest áhrifá það.
Þegar verið er að gera kort af gróður-
svæðum, er flokkunin framkvæmd með
sjónmati, og einmitt vegna þess, að hún
byggist á ríkjandi tegundum, er matið til-