Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 79
GRÓÐURKORTAGERÐ 77
12. mynd: Vettvangskort af landi í Stafholtstungum. Loftmyndin sem notuð er sem kortgrunnur er sama
mynd og nr. 11. Brotin lína táknar jarðamörk og punktalína nýjan veg.
Fig. 12: Field map of the area shown infig. 11. Dashed lines arefarm boundaries and the dotted line shows a new road and
bridge. Letters and numbers designate plant soáations.
hlutaðeigandi bletti. Fljótlega kemur í
ljós, eftir að vettvangsvinna hefst í
einhverju héraði eða sveit, hversu mikil
brögð eru að því, að starfsmenn rekist á
gróðurhverfí, sem ekki hafa verið skráð
áður. Annaðhvort er þá ákveðið strax eða
fyrir lokateikningu kortblaðs (kortblaða),
hvort nýju gróðurhverfi er bætt við. Ræðst
það einkum af víðáttu og tíðni gróðurfé-
lagsins.
Stundum eru gróðurfélög svo samflétt-
uð, að ógerningur er að teikna þau hvert
fyrir sig. Þá eru þau sýnd á korti, sem
óaðgreind gróðurhverfi. Slíkir reitir eru
auðkenndir með heiti allra gróðurhverfa,
sem koma fyrir, og sérstökum lit eða
mynztri.
Ef landið er ekki algróið, er einnig skráð
með bókstöfunum X, Z eða Þ, hve mikil
gróðurþekjan er (sbr. skýringar framar).
Þegar land er grýtt, er það táknað með a
eða b eftir því, hvort land er talið illrækt-
anlegt eða óræktanlegt vegna grjóts. A
þetta ekki einungis við um land, sem er
gróið að einhverju eða öllu leyti, heldur
einnig ógróið land, svo sem mela og sanda.