Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 96
94 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
vegar safaríkari og aðgengilegri á veturna
en jurtirnar. Þær visna, og sumar hverfa
jafnvel nær alveg af yfirborði landsins að
vetrinum. Ef til vill ráða þessi atriði mestu
um hlutdeild lyngs og runna í vetrar-
beit. Um næringargildi íslenzkra úthaga-
plantna er það annars að segja, að upp úr
miðju sumri er það víða minna en það ætti
að vera til að fullnægja fóðurþörf búfjárins
til mikilla afurða, og þegar í september -
október hefur það að öllum jafnaði náð
lágmarki.
Þar sem íslenzk beitilönd hafa aðallega
gildi til sumarbeitar, eru hagar því verð-
mætari og betri sem þeir eru grasgefnari
samkvæmt því, sem hér hefur verið greint
frá um plöntuval sauðfjárins. Sannleik-
urinn er hins vegar sá, að úthagarnir eru
orðnir mjög snauðir að grösum vegna
beitar. Það þarf því að vinna að því að
auka grasmagn þeirra og fjölbreytni gróð-
ursins að nýju.
I sambandi við plöntuval sauðfjár skal
það að lokum tekið fram, að enda þótt þær
breytingar, sem á því verða eftir árstíðum,
séu í meginatriðum eins og hér hefur verið
lýst, er plöntuvalið án efa nokkuð háð því,
hvaða gróðri féð hefur vanizt: lynggróðri
þingeysku heiðanna, votlendisgróðri hún-
vetnsku heiðanna, Borgarfjarðar- og
Mýrasýslna og gróðri á uppblásturssvæð-
um afrétta á Suðurlandi.
Engar rannsóknir hafa farið fram hér-
lendis á plöntuvali hrossa, og litla fræðslu
er um það að finna í erlendum fræðiritum.
Sú vitneskja, sem fáanleg er um þetta efni,
er því einkum fengin með athugunum
bænda og annarra hrossaeigenda.
Hross eru grasbítar í bókstaflegum
skilningi þess orðs, þ. e. a. s. þau velja
I. K.vistgróður — woodyplants. II. Grös—grasses. III. Hálfgrös og byrkningar — horsetail. V. Fléttur — lichens.
2. mynd: Niðurstöður rannsókna á plöntuvali hreindýra á sumarbeit á hálendi Austurlands árin 1965—
1969 (Ingvi Þorsteinsson, Arnór Garðarsson, Gunnar Ólafsson og Gylfi Már Guðbergsson, 1970).
Fig. 2 The results of research into plant selection by reindeer during summer graging in the highlands of East-Iceland
1965—1969.