Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 132

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 132
130 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR MELTANLEIKAÁKVÖRÐUN í TIL- RAUNAGLÖSUM - GLERMAGAAÐ- FERÐIN (in vitro) In vitro þýðir í gleri og merkir, að rann- sókn fari fram í tilraunaglasi. Slíkar rann- sóknir eiga sér gamla sögu, en það er ekki fyrr en upp úr 1950, að farið er að nota þessar aðferðir við mat á næringargildi fóðurs (Barnes, 1965). Flestar in vitro-aðferðir, sem notaðar eru við fóðurgildisákvarðanir, grundvall- ast á gerjun sýna með vambar-örverum. Þar sem engin stöðluð aðferð, sem hæfir við allar aðstæður, hefur verið notuð, kemur í ljós, að mikill munur er á niður- stöðum rannsóknastofnana, en víðtækur samanburður hefur verið gerður á ýmsum þeirra, þar sem sömu sýni hafa verið rann- sökuð (Barnes, 1957). In vitro-aðferð sú, sem notuð hefur verið á Rannsóknastofnun landbúnað- arins, er hin svonefnda Hurley-aðferð eða Tilley- og Terry-aðferð (Tilley o. fl., 1960, ogTiLLEYogTERRY, 1963). Þettaer aðferð í tveimur stigum, þar sem sýni er fyrst melt með vambarörverum og síðan með pepsín-saltsýrulausn. Með þessari aðferð hefur komið fram mjög mikil fylgni (r = 0,97) milli meltanleika in vivo og in vitro, m. a. í rannsóknum á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Þrátt fyrir þessa miklu fylgni er talið rétt að birta niðurstöður sem in vitro-meltan- leika, þ. e. í því formi, sem mælingin er gerð, vegna hins mikla breytileika, sem er í in vivo-ákvörðunum samanborið við in vitro-ákvarðanir, sem gerðar eru undir miklu meira eftirliti. Sjá nánar um in vitro-meltanleikaað- ferðir í Handbók bænda 1967. Margt getur haft áhrif á in vitro-melt- anleikann, en ekki verður farið nánar út í það hér, heldur vísað í ísl. landbúnað- arrannsóknir, 5. árg., 1.-2. hefti (Gunnar Ólafsson, 1973). Rannsóknir hafa sýnt, að fáar eða engar efnagreiningaraðferðir gefa eins áreiðan- legar niðurstöður og fyrrnefnd aðferð (Joshi, 1972). Á síðustu árum hefur þó verið þróuð aðferð, sem byggist á notkun hvata (enzýma), sem kljúfa beðmi (cellu- lósa) (Guggolz o. fl., 1971). Þessi aðferð er mjög nákvæm og gefur niðurstöður, sem eru í samræmi við in vivo-rannsóknir. Aðferðin hefur einnig þann kost, að ekki þarf að nota dýr til að fá vambarvökva. Aðferðin er nú notuð allmikið í Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, og á Rann- sóknastofu Norðurlands er hún notuð eingöngu. Margir fóðurfræðingar hafa spreytt sig á því að finna nothæfa fylgni milli in vitro- meltanleika fóðursins og fóðurgildis (orku) þess. Eina beztu fylgnina milli þessara þátta fengu D. G. Armstrong og aðstoðarmenn hans (Armstrong o. fl., 1964) við háskólann í Newcastle. Þeir rannsökuðu 12 grastegundir, sem meltar voru annars vegar in vitro og hins vegar af sauðfé. Var sauðfé fóðrað á mismunandi heymagni, annars vegar til viðhalds og hins vegar á tvöföldu viðhaldsfóðri. Við útreikninga á fylgninni milli meltanleika og fóðurgildis hjá Armstrong fannst, að hún var háraunhæf, hvort sem hún var reiknuð í M kcal, nettó kcal til viðhalds eða nettó kcal til fitunar. Formúla Armstrongs var notuð í Rann- sóknastofnun landbúnaðarins til ákvörð- unar á fitunarfóðureiningum, eftir að farið var að nota glermagaaðferðir við ákvörð- un meltanleikans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.