Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 94
92 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
ætar og plöntur, sem vaxa í góðri birtu.
Afbragðs-beitarplöntur geta verið óbitnar
með öllu og því gagnslausar búfé, _ef þær
vaxa t. d. innan um lyng og runna, þar
sem skepnurnar ná illa til þeirra.
Plöntuval er breytilegt eftir tegund
búQár, og af þeim sökum er hagkvæmara,
að gróðurlendi séu bitin af fleiri en einni
tegund búfjár, — nýtingin verður þá
jafnari. Fleiri atriði mætti nefna, er hafa
áhrif á plöntuval og beitargildi, en þetta
verður látið nægja.
Pær rannsóknir, sem hér hafa verið
gerðar á beitargildi úthagaplantna, hafa
farið fram á öllum árstímum og á mörgum
helztu gróðurlendum landsins, þar sem
flestar algengustu beitarplönturnar vaxa.
Af þessum gróðurlendum má nefna
mosaþembur, graslendi, kvistlendi ýmiss
konar, jaðra, mýrlendi, blómlendi og
skóglendi, en skógræktargirðingar með
ýmsum tegundum lauf- og barrtrjáa hafa
verið fengnar til afnota í þessu skyni.
Framan affóru rannsóknirnar fram á lág-
lendi, en nú hafa verið hafnar rannsóknir á
beitargildi plantna og plöntuvali sauðfjár í
mismunandi hæð yfir sjávarmáli, og verð-
ur þeim haldið áfram næstu árin.
Fyrstu rannsóknir á plöntuvali sauðfjár
hér á landi, sem hófust 1961, fóru fram á
þann hátt, að farið var um gróðurlendi,
þar sem sauðfé haíði verið á beit, og rann-
sakað, hvaða plöntur höfðu verið bitnar.
Sú aðferð, sem hér var tekin upp árið 1964,
var fólgin í því að nota sauðfé með hálsop
og söfnunarpoka. Gert er op á vélinda
kindar og vélindað tengt fast við háls-
húðina, svo að op myndast í gegn. Síðan er
komið fyrir loku í opinu, sem er þannig, að
hún kemur ekki í veg fyrir, að kindin geti
kyngt fóðrinu á eðlilegan hátt. Opið á
hálsinum er um 1.5X3 sentímetrar að
stærð. Þegar safna á sýnishornum af þeim
gróðri, sem skepnan bítur, er lokan tekin
úr opinu og poki festur um háls kindar-
innar. Fer þá mestur hluti hins bitna
gróðurs í pokann. Vanalega er lokan
fjarlægð aðeins eina klukkustund í einu
tvisvar á dag. Sé vélinda opið lengur, tap-
ar kindin of miklu munnvatni og getur
verið hætta búin af þeim sökum.
I sýnishornum þeim, sem safnast í
pokann, má auðveldlega greina með
smásjá, hve mikið hefur verið bitið af
hverri tegund plantna. Sýnishornin verða
þó ónothæf, ef kindin jórtrar meðan á
söfnun stendur. I munni og á leið niður
vélinda verður sú efnabreyting á hinum
bitna gróðri, að hvatar í munnvatni leysa
upp nokkuð af auðleystum sykrum (kol-
hýdrötum) og fosfór, og eitthvað af natr-
íum og kalíum blandast sýninu úr munn-
vatninu. Þess vegna er ekki unnt að
ákvarða magn þessara efna í sýninu, en
hins vegar magn próteíns, trénis og
annarra steinefna en hinna framantöldu.
Þá er ákvarðaður meltanleiki þurrefnis í
fóðrinu, og er aðferðinni við þá ákvörðun
lýst síðar.
Enda þótt þessi rannsóknaraðferð sé
miklu nákvæmari og veiti meiri vitneskju
en hin eldri, sem raunverulega sýndi að-
eins, hvaða plöntur höfðu verið bitnar, en
ekki, hve mikið af þeim, hefur komið í ljós
furðugott samræmi milli þessara tveggja
aðferða.
Islenzkir úthagar eru nú aðallega not-
aðir til beitar á sumrin, en lítið á veturna,
og þess vegna hefur beitargildi plantna og
plöntuval búfjár einkum verið athugað á
sumrin. Nokkrar rannsóknir hafa þó verið
gerðar árið um kring til þess að kanna
breytingar eftir árstíðum.
Niðurstöður rannsóknanna sýna, sem