Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 17
FLOKKUN GRÓÐURS f GRÓÐURFÉLÖG 15
kortin, en jafnframt því að vera æskilegt er
það óframkvæmanlegt nema á mjög
þröngum svæðum og mundi þó taka
óhemjutíma. Þá kom það einnig til, sem
getið hefur verið, að víða eru gróður-
hverfín svo saman fléttuð, að fram kemur
tiglagólfsformið, sem getið var. I þeim
mælikvarða, sem kortin eru gerð, er ekki
unnt að elta uppi smábletti og sýna þá á
kortinu, og þeir sjást oft ekki á loftmynd-
um þeim, sem notaðar eru sem grundvöll-
ur kortateikningarinnar. Af hagkvæmnis-
ástæðum var því ekki um annað að gera en
sameina þau gróðurhverfi og gróður-
sveitir, sem kostur var á, og varð þá nátt-
úrlega að gæta þess, að um skyld gróður-
félög væri að ræða og umferð um landið
hefði sýnt, að sviplík væru að notagildi. Þá
var ekki síður nauðsyn, að gróðurfélög
þau, sem merkja átti á kortin, væru skýrt
mörkuð í náttúrinni og létt væri að greina
þau sundur án nákvæmrar gróðurrann-
sóknar.
Aður en kortagerðin hófst, hafði höf-
undur gert allnákvæmar rannsóknir á há-
lendisgróðri og lýst þar helztu gróður-
lendum, sem fyrir koma á tilteknum
svæðum eða afréttum, með þeirri ná-
kvæmni, sem fullnægði grasafræðilegum
kröfum. Auk þessa hafði hann gert skrá
yfir öll þau gróðurhverfi, sem hann hafði
skoðað víðs vegar um land, og flokkað þau
í stærri heildir, gróðursveitir og gróð-
urfylki innan aðalgróðurlendanna. Við
þessa skilgreiningu og flokkun var tekið
mið af tegundasamsetningu hvers hverfis
og sveitar, en gróðurlendin sjálf miðuð við
staðhætti og landslag, svo sem gerðu hinir
eldri grasafræðingar. Hefur það þann
kost, að létt er að greina þau án sérþekk-
ingar og nöfn þeirra kunn alþýðu manna.
Gróðurlendakerfi þetta var síðan lagt til
grundvallar við kortagerðina og samræmt
þeim hagnýta tilgangi, sem hún stefnir að,
og bætt inn í, þar sem eitthvað nýtt kom til
sögunnar. Var þannig leitazt við að
sameina hið hagnýta sjónarmið við hið
grasafræðilega, enda þótt oft yrði að víkja
frá í smáatriðum. Til þess að þetta mætti
takast, hafa gróðurfélögin verið flokkuð að
nokkru leyti að nýju og gerður lykill að
þeirri flokkun, en eftir honum eru þau síð-
an mörkuð á kortin.
Þess má geta, að á fundi norrænna
náttúrufræðinga fyrir tíu árum sýndi höf-
undur kort þau, sem þá voru til, og gerði
gréin fyrir, í hverjum tilgangi þau væru
gerð og hvernig farið hefði verið með hinn
grasafræðilega þátt, sem í aðaldráttum
mátti lýsa svo, að hvergi væri farið út í
smáatriði, svo að oft væri stiklað á stóru
um grasafræðileg efni til þess að ná hinu
hagnýta markmiði. Létu allir í ljós, að þar
hefði verið farinn hinn gullni meðalvegur.
í eftirfarandi gróðurlykli eru gróð-
urhverfi, sem hingað til hafa komið fram
við kortagerðina á hálendi og láglendi, og
ríkjandi plöntutegundir í hverju þeirra.
Hin algengustu þessara gróðurhverfa eru
tekin til umfjöllunar í kaflanum hér á eftir.
Nokkurra er ekki getið, og er þá um að
ræða gróðurhverfi, sem hafa komið fram
við kortagerðina á síðustu árum og enn
hafa ekki verið könnuð til hlítar.