Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 17

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 17
FLOKKUN GRÓÐURS f GRÓÐURFÉLÖG 15 kortin, en jafnframt því að vera æskilegt er það óframkvæmanlegt nema á mjög þröngum svæðum og mundi þó taka óhemjutíma. Þá kom það einnig til, sem getið hefur verið, að víða eru gróður- hverfín svo saman fléttuð, að fram kemur tiglagólfsformið, sem getið var. I þeim mælikvarða, sem kortin eru gerð, er ekki unnt að elta uppi smábletti og sýna þá á kortinu, og þeir sjást oft ekki á loftmynd- um þeim, sem notaðar eru sem grundvöll- ur kortateikningarinnar. Af hagkvæmnis- ástæðum var því ekki um annað að gera en sameina þau gróðurhverfi og gróður- sveitir, sem kostur var á, og varð þá nátt- úrlega að gæta þess, að um skyld gróður- félög væri að ræða og umferð um landið hefði sýnt, að sviplík væru að notagildi. Þá var ekki síður nauðsyn, að gróðurfélög þau, sem merkja átti á kortin, væru skýrt mörkuð í náttúrinni og létt væri að greina þau sundur án nákvæmrar gróðurrann- sóknar. Aður en kortagerðin hófst, hafði höf- undur gert allnákvæmar rannsóknir á há- lendisgróðri og lýst þar helztu gróður- lendum, sem fyrir koma á tilteknum svæðum eða afréttum, með þeirri ná- kvæmni, sem fullnægði grasafræðilegum kröfum. Auk þessa hafði hann gert skrá yfir öll þau gróðurhverfi, sem hann hafði skoðað víðs vegar um land, og flokkað þau í stærri heildir, gróðursveitir og gróð- urfylki innan aðalgróðurlendanna. Við þessa skilgreiningu og flokkun var tekið mið af tegundasamsetningu hvers hverfis og sveitar, en gróðurlendin sjálf miðuð við staðhætti og landslag, svo sem gerðu hinir eldri grasafræðingar. Hefur það þann kost, að létt er að greina þau án sérþekk- ingar og nöfn þeirra kunn alþýðu manna. Gróðurlendakerfi þetta var síðan lagt til grundvallar við kortagerðina og samræmt þeim hagnýta tilgangi, sem hún stefnir að, og bætt inn í, þar sem eitthvað nýtt kom til sögunnar. Var þannig leitazt við að sameina hið hagnýta sjónarmið við hið grasafræðilega, enda þótt oft yrði að víkja frá í smáatriðum. Til þess að þetta mætti takast, hafa gróðurfélögin verið flokkuð að nokkru leyti að nýju og gerður lykill að þeirri flokkun, en eftir honum eru þau síð- an mörkuð á kortin. Þess má geta, að á fundi norrænna náttúrufræðinga fyrir tíu árum sýndi höf- undur kort þau, sem þá voru til, og gerði gréin fyrir, í hverjum tilgangi þau væru gerð og hvernig farið hefði verið með hinn grasafræðilega þátt, sem í aðaldráttum mátti lýsa svo, að hvergi væri farið út í smáatriði, svo að oft væri stiklað á stóru um grasafræðileg efni til þess að ná hinu hagnýta markmiði. Létu allir í ljós, að þar hefði verið farinn hinn gullni meðalvegur. í eftirfarandi gróðurlykli eru gróð- urhverfi, sem hingað til hafa komið fram við kortagerðina á hálendi og láglendi, og ríkjandi plöntutegundir í hverju þeirra. Hin algengustu þessara gróðurhverfa eru tekin til umfjöllunar í kaflanum hér á eftir. Nokkurra er ekki getið, og er þá um að ræða gróðurhverfi, sem hafa komið fram við kortagerðina á síðustu árum og enn hafa ekki verið könnuð til hlítar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.