Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 122
120 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Það gæti virzt varlega áætlað að leyfa
aðeins að nýta að meðaltali um þriðjung af
heildaruppskerunni, en þetta stafar bæði
af því, að aðeins er talið óhætt að nýta
helming beztu beitarplantnanna, og
einnig af því, hve mikill hluti uppskerunn-
ar er lélegar beitarplöntur.
Þegar gróður er orðinn rýr, er nauð-
synlegt að hafa nýtingarstuðlana enn
lægri til þess að bæta hann að nýju, og
gróður getur verið í svo slæmu ástandi, að
vonlaust sé að bæta hann nema með friðun
um langan tíma eða skamman.
Beitarþol landsvæðis, þar sem búfé
gengur frjálst, er vegið meðalgildi allra
gróðurlenda á svæðinu, og nýting bezta
gróðurlendisins á að vera mælikvarði á,
hvenær landið hefur verið hæfilega nýtt.
Fróðlegt er að bera þessar tölur um
hóflega nýtingu beitilanda saman við
nokkrar niðurstöður úr beitartilraunun-
um hér á landi, sem getið hefur verið
(Andrés Arnalds og Ólafur Guð-
MUNDSSON, 1977). Þessar niðurstöður eru
valdar nánast af handahófi og eru aðeins
teknar sem dæmi, því að enn hefur ekki
verið lokið við að reikna út endanlegar
niðurstöður tilraunanna. Dæmin eru frá
árinu 1976 af ábornum úthaga á þrem-
ur tilraunasvæðum: Alftaveri í Austur-
Skaftafellssýslu, Kálfholti í Rangárvalla-
sýslu og á Auðkúluheiði í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Niðurstöðurnar í 6. töflu sýna
áhrif mismunandi beitarþunga á heildar-
uppskeru, vaxtarhraða og fallþunga slát-
urlamba.
A hverjum stað er beitarþungi með
þrennu móti, lítið beitt, hóflega beitt og
ofbeitt land, og er minnsta nýting gróðurs
12%, en mesta 67%.
A tveimur stöðum, í Álftaveri og Kálf-
holti, hefur mesti beitarþunginn valdið
verulegri rýrnun á uppskeru. Tilraunin á
Auðkúluheiði er í um 500 m hæð yfir sjó, á
6. TAFLA.
Áhrif íjárbeitar á ábornum úthaga á uppskerumagn og á vaxtarhraða og fallþunga lamba 1976.
TABLE 6.
The effects of different levels of grazing pressure of sheep on the plantproduction offertilizedpastures and on thegrowth and
carcass weight of lambs 1976.
Nýting Uppskera V axtarhraði Fallþungi
Staður gróðurs % hkg þe/ha lamba, g/dag lamba, kg
% utilization of Yield hkg Daily growth rate Carcass weight
Location the annual growth DM/ha of lambs grams/day of lambs, kg
Alftaver 15 26,2 258 14,4
20 26,2 216 12,2
58 18,0 217 11,9
Kálfholt 29 38,1 180 11,1
40 41,4 153 9,6
67 35,2 147 9,4
Auðkúluheiði 12 12,1 347 18,5
28 10,8 324 16,7
56 9,0 288 15,3