Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 87
ISL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,2: 85-99
Gróðurskilyrði, gróðurfar, uppskera gróðurlenda
og plöntuval búfjár
Ingvi Þorsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Keldnaholti, Reykjavík.
GRÓÐURSKILYRÐI
Unnið hefur verið að víðtækum rann-
sóknum á því, við hvaða aðstæður eða
gróðurskilyrði hin ólíku gróðurfélög, gróð-
urflokkar og einstaka tegundir plantna
þróast og vaxa helzt og að finna sam-
hengið milli þeirra, gróðurfars og upp-
skeru gróðurfélaganna. Slík' úttekt eða
skráning vaxtarþátta hefur verið gerð alls
staðar, þar sem unnið hefur verið að gróð-
urkortagerð, gróðurfars- og uppskeru-
mælingum. Um er að ræða eftirtalda
þætti: hæð yfir sjávarmáli, berggrunn,
jarðvegstegund, jarðvegsdýpt, rakastig
jarðvegs, halla lands, hallaátt og hvort
land er slétt eða þýft. Einnig er tekið tillit
til hitastigs, og úrkomumagns og beitar-
sögu landsins.
Landi er skipt í sjö hœbarflokka með 100
metra hæðarmun frá sjávarmáli að 800 m
hæð, en ofan við 800 m er einn hæðar-
flokkur.
Berggrunni er skipt í fimm flokka:
grágrýti, blágrýti, líparít, móberg og
hraun. Jarbvegsflokkar eru: móajarðvegUr,
melar, áreyrar, sandar, lífrænn jarðvegur
(mýrar og flóar), lífrænn jarðvegur með
leir-, sand- og malarlögum, vikrar og jök-
ulruðningur. Eins og sjá má, er þessi
flokkun ekki bundin við jarðvegstegundir
eftir þess orðs skilgreiningu, heldur nær
hún yfir þær gerðir undirlags, sem gróður
vex á hér á landi. Jarbvegsdýpt er skipt í
fimm flokka niður að tveggja metra dýpi,
en einn flokk þar fyrir neðan. Rakastigi
jarbvegs er skipt í fimm flokka: mjög þurrt,
þurrt, hálfrakt, blautt og mjög blautt.
Eftir halla er landinu skipt í þrjá flokka frá
0-25% halla, en einn flokk þar ofan við.
Hallaáttir eru átta. YJirborb landsins er
flokkað í fimm flokka eftir því, hvort það er
slétt eða þýft og hversu stórþýft það er.
Notaðar eru tölur um hitastig og úr-
komumagn frá þeirri veðurathuganastöð,
sem er næst hverjum mælingarstað. Er að
sjálfsögðu því minna mark takandi á þeim
tölum sem fjarlægð frá veðurathuganastöð
er meiri. Þess vegna eru þær tölur, sem
notaðar eru fyrir hálendið, óáreiðanleg-
astar. Leiðrétt er fyrir hitafar með vaxandi
hæð yfir sjávarmáli (0.6°C lækkun fyrir
100 m hækkun).
Reynt er að afla sem gleggstra upplýs-
inga um beitarsögu þess lands, sem kort er
gert af, eins langt aftur í tímann og unnt
er. Eftir þeim upplýsingum er oft unnt að
flokka landið í vanbeitt, hóflega beitt og
ofbeitt.
Augljóst samhengi er milli margra