Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 65
GRÓÐURKORTAGERÐ 63
hefur ráðið mestu þar um. í Austur-
Skaftafellssýslu, þar sem vettvangsvinnu
var nær lokið 1974, skortir t. a. m.
grunnkort, til þess að unnt sé að gefa
gróðurkortin út, eins og vikið verður að
síðar.
A nokkrum svæðum hefur verið unnið
að gróðurkortagerð vegna áætlaðra virkj-
unárframkvæmda. Hefur það verið liður í
þeim náttúrufars- og umhverfisrannsókn-
um, sem unnið hefur verið að á vatnasvæði
Blöndu, á hálendi Norður-Múlasýslu og
meðfram Lagarfljóti vegna áætlana um
vatnsborðshækkun þar. Orkustofnun og
Rafmagnsveitur ríkisins hafa kostað þess-
ar gróðurrannsóknir og kortagerð.
Fyrsta kortið af þessu tagi var sérkort af
Þjórsárverum (mælikv. 1 : 40 000), sem
Orkustofnun gaf út 1971. Þar var gróður-
greining Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins notuð (Gróðurkort af Islandi, bl.
230 og 231), en kortið að öðru leyti gert
eftir mælingum og grunnkortum Orku-
stofnunar.
FLOKKAR GRÓÐURKORTA,
BLAÐSKIPTING OG MÆLIKVARÐI
Gróðurkortin skiptast í tvo flokka, eins og
getið hefur verið, og verður þeim lýst hér á
eftir. Annars vegar eru kort í mælikvarða
1 : 40 000 (Gróðurkort af Islandi). Þau eru
einkum af afréttum og öðrum beiti-
löndum, sem notuð eru afmörgum og eru
venjulega nefnd hálendiskort, enda flest af
hálendi landsins. Hins vegar eru kort í
Eftirtalin gróðurkort hafa verið gerð að
beiðni eða með tilstyrk Orkustofnunar og
Rafmagnsveitna ríkisins og útgáfa kostuð
af þeim, en auk þess er nú unnið að
teiknun sex korta (1 : 20 000) fyrir Orku-
stofnun af Vesturöræfum og hluta Fljóts-
dalsheiðar í N,—Múlasýslu.
1. Gróðurkort af virkjunarsvæði Blöndu
(1 : 40 000), Orkustofnun 1975.
2. Gróðurkort af virkjunarsvæði Bessa-
staðaár
(1 : 40 000), RARIK 1976.
3. Vallanes, gróðurkort
(1 : 10 000), RARIK 1977.
4. Egilsstaðanes, gróðurkort
(1 : 10 000), RARIK 1977.
5. Skriðuklaustur, gróðurkort
(1 : 10 000), RARIK 1977.
6. Dagverðargerði—Rangá, gróðurkort
(1 : 10 000), RARIK 1978.
7. Eyjabakkar, gróðurkort
(1 : 20 000), Orkustofnun 1978.
8. Snæfell, gróðurkort
(1 : 20 000), Orkustofnun 1978.
mælikvarða 1 : 20 000 (Gróður- og jarða-
kort). Þau eru af heimalöndum, flest í
byggð á láglendi og venjulega nefnd
byggðakort. Gróðurkortin eru línukort og
eru prentuð í mörgum litum, en því verður
lýst í kafla um teikningu og prentun kort-
anna.
2. mynd: Vettvangsvinna við gróðurkortagerð 1955-1979. Nokkrum smásvæðum á Fljótsdalshéraði er
sleppt á kortinu.
Fig. 2: Vegetation mapping 1955-1979. Dales showyears of field mapping. A few minor areas are not shown.