Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 76
74 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
auðkenna ólíka flokka, mela (M), sanda
(S), eyrar (E) o. s. frv. Sjór, vötn, tjarnir
og breiðar ár eru einnig ólituð. öll nöfn,
markalínur og heiti gróðurhverfa, strönd,
mjóar ár og lækir, girðingar, vegir og
slóðir, hús á jörðum og mörk jarða og
sveitarfélaga eru svört á þeim kortum, sem
gefin hafa verið út til þessa (I. tafla).
Gróðurþekja er sýnd með bókstöfum, ef
gróður er ekki samfelldur. Efgróður þekur
meira en 2/a hluta lands, er það táknað
með bókstafnum X, sé gróðurþekjan
V3—'2ls, er það sýnt með bókstafnum Z, og
VETTVANGSVINNA
Vettvangsvinna í gróðurkortagerð er
svipuð, hvort sem unnið er að gerð há-
lendiskorta (1 : 40 000) eða byggðakorta
(1 : 20 000). Unnt er að greina og afmarka
minni bletti á byggðakortunum, af því að
mælikvarði þeirra er stærri. Til að mynda
er reitur, sem er fimm mm á hvern veg,
einn ha að stærð á byggðakorti, en fjórir ha
á hálendiskorti. Af þessu dæmi má ráða,
að mælikvarði myndar og korts setur
kortagerðinni skorður að því leyti, hversu
litla bletti má sýna á gróðurkorti. Þótt
aðgreina megi gróðurhverfi og draga mörk
lítilla bletta, er það örðugleikum háð að
merkja slíka smábletti á korti, af því að
hvern reit þarf að merkja með tveimur til
fjórum stöfum. Ef mikill fjöldi smáreita er
á korti, verður það torlesið, og einnig eru
líkur til þess, að flatarmálsmælingar
smábletta séu ekki eins nákvæmar og
reita, sem stærri eru.
I nokkrum greinum er vettvangsvinna
fyrir byggðakort frábrugðin vinnu við há-
lendiskortin. Stafar það einkum af um-
merkjum mannvistar. Þessi munur kemur
fram í lýsingu hér á eftir.
sé hún minni en V3, er Þ notað sem
auðkennisstafur.
Gróðurfar sýnir ræktunarhæfni lands,
en hún kemur fram á tvennan hátt til við-
bótar. Hæðarlínur segja til um halla
landsins, og á byggðakortum eru bókstafir
notaðir til að gefa upplýsingar um, hversu
grýtt landið er. Ef jörð er lítt eða ekki
grýtt, er heiti gróðurhverfis eina auðkenni
þess. Bókstafnum a er bætt aftan við heiti
gróðurhverfis, ef land er talið svo grýtt, að
til tálmunar sé við ræktun, og b, sé landið
of grýtt til ræktunar.
Auk loftmynda eru notuð landabréf
(atlasblöð eða fjórðungsblöð) við vett-
vangsvinnuna. Rammi er teiknaður utan
um miðhluta hverrar myndar, þ. e. a. s.
það svæði afmarkað, sem skal greina á
loftmyndinni (11. mynd). Þá er teikn-
að á landslagskort, venjulega atlasblöð
(1 : 100 000), það svæði, sem hver loft-
mynd nær yfir, og mörk kortblaða gróð-
urkortanna sömuleiðis (10. mynd). Þetta
er gert í því skyni að fá yfirlit yfir allstór
landsvæði og til að auðvelda skipu-
lagningu vettvangsvinnunar frá degi til
dags.
Gróður- og landgreining er unnin á
þann hátt, að gengið er um svæði það, sem
afmarkað er á myndinni (11. mynd), og
mörk dregin milli ólíkra bletta á teikni-
plast, sem lagt er yfir myndina. Það, sem
teiknað er á plastið, má nefna frumgerð
gróðurkorts eða vettvangskort (12. mynd).
Svæðið, sem afmarkað er á hverri mynd,
er 12-16 km2. Greining og teiknun tekur
1-3 daga og fer mjög eftir því, hversu
margbrotið svæðið er að gróðurfari og
landslagi (11. og 12. mynd).