Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 20

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 20
18 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR V8 Klófífa - bláberjalyng - íjalldrapi Eriophorum anguslifolium - Vaccinium uliginosum — Betula nana VATNAGRÓÐUR Aquatic vegetation V20 Fergin Equisetum Jluviatile HEIÐI EÐA MÓLENDI Heiði eða mólendi nefnast einu nafni ým- iss konar gróðurfélög, sem mjög eru út- breidd bæði á láglendi og hálendi. Mjög er misjafnt háttað um gróðurfar Jiinna ein- stöku gróðurfélaga, bæði að tegundavali og þéttleika. Að jafnaði er gróður mó- lendisins fremur þyrrkingslegur, mjög oft eru runnar drottnandi í gróðrinum, og stundum verður mosi nær einráður. Grös og hálfgrös, sem þar vaxa, eru öll fremur þyrrkingsleg, og fátt er um blómjurtir. Að jafnaði er landið fremur áveðra og vind- blásið, og snjólag er þar oftast minna en í meðallagi og oft næsta lítið. Hér skal skotið inn lítilli athugasemd til skýringar. Hér var minnzt á grös og jurtir. Þar er um að ræða tvenns konar lífmyndir eða vaxt- arform plantnanna. Grös og grasleitar plöntur eru einkímblaða oftast með fremur þyrrkingslegum stöngli og löngum, mjó- um blöðum. Til þeirra teljast auk grasætt- arinnar hálfgrasaættin, sefættin og örfáar fleiri.Jurtir eru nær eingöngu tvíkímblaða, þó eru nokkrar einkímblaða tegundir jurt- kenndar, svo sem brönugrasættin, og ýmsar laukplöntur. Stönglar þeirra eru mjúkir og safaríkir og blöðin oftast all- breið og mjúk. Sá ruglingur hefur skotið upp höíði í seinni tíð að nota orðið jurt í líkri merkingu og planta, og eftir þeim boðskap er allt plöntukyns frá smásæjum verum til hinna stærstu trjáa jurtir, sem allir sjá, að er fráleitt. Hér nota ég orðið V21 Vatnsnál Scirpus palustris V22 Flagasóley - Vatnsliðagras Ranunculus reptans — Alopecurus aequalis jurt í hinni þrengri merkingu, þ. e. sérstakt vaxtarform samhliða grasleitum plöntum og trékenndum plöntum, þ. e. trjám og runnum. Erfiðara er að draga mörkin milli trjáa og runna, þegar sleppt er hinni grasafræðilegu skilgreiningu að kalla að- eins einstofna, trékenndar plöntur tré, en allt hitt runna. Eftir því yrði nær allur hinn innlendi trjágróður runnar. Hér er farið eftir hæðinni, og er það oft matsat- riði, hvort um skóg eða kjarr er að ræða. Smárunnar kallast hinar lægstu tré- kenndu plöntur, sem eru innan við um V2 m. Mosaþemba Mosaþembu er nær ætíð að finna við hin óhagstæðustu gróðurskilyrði. Hún er þurr, áveðra og jarðvegur lítill sem enginn. Hún er útbreidd á láglendi, en einkum þó, er hærra dregur, sérstaklega þar sem úrkoma er mikil. Þannig er hún miklu víðáttumeiri sunnan lands en norðan. Oft er mosaþemban nýgróður í hraunum, t. d. Skaftárhrauni, og verður mosabreiðan þar mjög þykk, en miklu oft- ar er hún fremur þunn og jarðvegsmynd- un undir sjálfu mosalaginu engin að kalla. Grámosinn þekur meira en 50% af yfir- borðinu og er stundum svo þéttur, að nær engin önnur tegund nær að festa þar rætur. Og raunar virðist sem fræplöntur eigi mjög erfitt uppdráttar með að nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.