Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 131
NÆRINGARGILDI BEITARGRÓÐURS 129
MELTANLEIKAÁKVÖRÐUN
í DÝRUM
Eins og áður er nefnt, hafa næringargild-
isákvarðanir aðallega byggzt á meltan-
leika fóðursins.
Þegar kannaður er meltanleiki fóðurs
í lifandi dýrum, er hann ákvarðaður
þannig, að fundinn er mismunur á þurr-
efni í fóðri og því, sem er í taði:
gefið þurrefni í fóðri — þurrefni í taði
Melt þurrefni =----p-r-.-r . „ .-----
r geho þurretm 1 íoðn
Á sama hátt er fundinn meltanleiki
næringarefnanna, kolvetna, fitu, trénis og
próteíns, með því að efnagreina fóðrið og
taðið.
Til að fmna næringargildi fóðursins út
frá meltanleika þess eru melt næringar-
efni margfölduð með orkugildisstuðlum
Kellners.1) Þegar virk orka í fóðrinu er
þekkt, er auðvelt að reikna fóðureininga-
fjöldann (sjá reikningsdæmi á 132. og 133.
bls.).
Á það hefur verið bent, að fjölmörg at-
riði hafa áhrif á orkunýtingu dýra (Balch,
1961), sem geta verið bundin við fóðrið
og/eða dýrin. Nefna má atriði eins og
hirðingu, fóðurmagn, umhverfi og ýmiss
konar samspil átmagns og viðhaldsfóðurs,
hitataps og gerjunar í vömb. Það virðist til
of mikils ætlazt, að einföld ákvörðun á
meltanleika geri kleift að segja fyrir um
þrif og afurðir húsdýranna, þegar málin
eru jafnflókin og raun ber vitni. En þetta
kemur ekki með öllu í veg fyrir, að segja
megi fyrir um virka orku fóðursins út frá
meltanleika. Meltanleikarannsóknir af
þessu tagi hafa verið gerðar víða, t. d. í
Noregi (Ringen, 1940) og í Grassland
Research Institute í Hurley í Englandi
(Raymond o. fl., 1953, 1954, 1955 og
1959).
I beitarrannsóknum hér á landi hafa in
vivo-aðferðir eingöngu verið notaðar
óbeint. Meltanleiki hefur verið ákvarðað-
ur með in vitro-aðferðum, (sjá seinna), en
í öllum þeim ákvörðunum hafa verið not-
uð þrjú viðmiðunarsýni með þekktum in
vivo-meltanleika.
Við ákvörðun á meltanleika þessara
viðmiðunarsýna hafa verið notaðir þrír til
fjórir sauðir. Við taðsöfnun hafa verið
notaðir rasspokar, sem festir eru með
ólum og með því að sauma þá í ull sauð-
anna. öllu taði er safnað. Undirbúnings-
skeið hefur verið sjö dagar og söfnunar-
skeið tíu dagar. Tilraunafóður, sem gefíð
hefur verið, er 800-1000 g á dag og þess
gætt að gefa ekki meira en ézt upp.
Áður en rannsókn hefst, er hey hakkað
og hálfsdagsskammtar vegnir í papp-
írspoka. Samtímis eru tekin sýni til þurr-
efnisákvörðunar og efnagreiningar.
Taðpokarnir eru tæmdir einu sinni til
tvisvar á dag. Þá er taðið sett í dalla og
geymt í frysti, þar til rannsókn lýkur. Að
lokinni tilraun er taðið vegið, blandað vel
og sýni tekin til efnagreiningar.
Um efnagreiningaraðferðir vísast til
kafla hér á eftir.
F ramkvæmd meltanleikaákvarðananna
er mjög svipuð því, sem Isaachsen og
Ulvesli (1933) hafa lýst nákvæmlega.
9