Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 131

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 131
NÆRINGARGILDI BEITARGRÓÐURS 129 MELTANLEIKAÁKVÖRÐUN í DÝRUM Eins og áður er nefnt, hafa næringargild- isákvarðanir aðallega byggzt á meltan- leika fóðursins. Þegar kannaður er meltanleiki fóðurs í lifandi dýrum, er hann ákvarðaður þannig, að fundinn er mismunur á þurr- efni í fóðri og því, sem er í taði: gefið þurrefni í fóðri — þurrefni í taði Melt þurrefni =----p-r-.-r . „ .----- r geho þurretm 1 íoðn Á sama hátt er fundinn meltanleiki næringarefnanna, kolvetna, fitu, trénis og próteíns, með því að efnagreina fóðrið og taðið. Til að fmna næringargildi fóðursins út frá meltanleika þess eru melt næringar- efni margfölduð með orkugildisstuðlum Kellners.1) Þegar virk orka í fóðrinu er þekkt, er auðvelt að reikna fóðureininga- fjöldann (sjá reikningsdæmi á 132. og 133. bls.). Á það hefur verið bent, að fjölmörg at- riði hafa áhrif á orkunýtingu dýra (Balch, 1961), sem geta verið bundin við fóðrið og/eða dýrin. Nefna má atriði eins og hirðingu, fóðurmagn, umhverfi og ýmiss konar samspil átmagns og viðhaldsfóðurs, hitataps og gerjunar í vömb. Það virðist til of mikils ætlazt, að einföld ákvörðun á meltanleika geri kleift að segja fyrir um þrif og afurðir húsdýranna, þegar málin eru jafnflókin og raun ber vitni. En þetta kemur ekki með öllu í veg fyrir, að segja megi fyrir um virka orku fóðursins út frá meltanleika. Meltanleikarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar víða, t. d. í Noregi (Ringen, 1940) og í Grassland Research Institute í Hurley í Englandi (Raymond o. fl., 1953, 1954, 1955 og 1959). I beitarrannsóknum hér á landi hafa in vivo-aðferðir eingöngu verið notaðar óbeint. Meltanleiki hefur verið ákvarðað- ur með in vitro-aðferðum, (sjá seinna), en í öllum þeim ákvörðunum hafa verið not- uð þrjú viðmiðunarsýni með þekktum in vivo-meltanleika. Við ákvörðun á meltanleika þessara viðmiðunarsýna hafa verið notaðir þrír til fjórir sauðir. Við taðsöfnun hafa verið notaðir rasspokar, sem festir eru með ólum og með því að sauma þá í ull sauð- anna. öllu taði er safnað. Undirbúnings- skeið hefur verið sjö dagar og söfnunar- skeið tíu dagar. Tilraunafóður, sem gefíð hefur verið, er 800-1000 g á dag og þess gætt að gefa ekki meira en ézt upp. Áður en rannsókn hefst, er hey hakkað og hálfsdagsskammtar vegnir í papp- írspoka. Samtímis eru tekin sýni til þurr- efnisákvörðunar og efnagreiningar. Taðpokarnir eru tæmdir einu sinni til tvisvar á dag. Þá er taðið sett í dalla og geymt í frysti, þar til rannsókn lýkur. Að lokinni tilraun er taðið vegið, blandað vel og sýni tekin til efnagreiningar. Um efnagreiningaraðferðir vísast til kafla hér á eftir. F ramkvæmd meltanleikaákvarðananna er mjög svipuð því, sem Isaachsen og Ulvesli (1933) hafa lýst nákvæmlega. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.