Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 74
72 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
nýteknar, en þó verða sums staðar um-
talsverðar breytingar á gróðurfari, gróð-
urþekju og víðáttu gróðurlenda frá ári til
árs. Þess vegna er kappkostað að nota
hvarvetna eins nýjar loftmyndir og kostur
er við kortagerðina.
Loftmyndir þær, sem notaðar eru við
gróðurkortagerð, eru teknar þannig, að
yfirgrip mynda á hverri fluglínu er a. m. k.
60% (9. mynd). Skörun mynda á samsíða
EFNIGRÓÐURKORTA
Á gróðurkortum, bæði í mælikvarða
1 : 20 000 og 1 : 40 000, er gróður flokk-
aður í 14 gróðurlendi auk ræktaðs lands.
Fyrstu árin voru skráð rúmlega 60 gróð-
urhverfi í þessum flokkum, en þeim hefur
fjölgað eftir því, sem kort hafa verið gerð af
stærri hluta landsins, og eru nú um 90.
Auk þess, sem gróðurhverfí eru skráð,
er gróðurþekja sýnd, og ógróið land er
einnig greint (I. tafla). Þá kemur halli
lands glöggt fram á byggðakortunum
(1 : 20 000), sem eru með 20 m hæðarlín-
um. Þannig koma fram miklar upplýsing-
ar til viðbótar við gróðurhverfi og
gróðurþekju.
Hvert gróðurfélag er auðkennt með
bókstaf og tölustaf (t. d. valllendi, Hi), og
auk þess eru meginflokkar aðgreindir með
litum. Á hálendiskortunum (1:40 000) er
mosaþemba mógul og önnur þurrlendis-
gróðurfélóg með ljósbrúnum lit. Mýrlendi
fluglínum er mismikil, en venjulega
15-30%.
Vegna yfirgrips og skörunar þarf ekki
að teikna á allan myndflöt hverrar
myndar, heldur má nota einungis mið-
hluta myndarinnar. Það er kostur, af því
að mælikvarði myndarinnar er réttur á
myndarmiðju, en skekkja eykst út frá
miðjunni.
og vatnagróður er með ljósgrænum lit, og
ræktað land er dökkgrænt. Óaðgreind
gróðurhverfi (sbr. lýsingu vettvangs-
vinnu, 40. bls.) eru gul að lit.
Blár litur táknar strandlengju, sjó, ár,
læki, vötn og tjarnir. Ógróið land er hvítt
með ýmiss konar mynztrum eftir því,
hvers konar land er um að ræða. Ógróið
fjalllendi, grjót, skriður og klettar er þó
ómynztrað. öll nöfn, mörk og heiti gróð-
urhverfa, girðingar og mörk sveitarfélaga
eru svört. Hæðarlínur og hæðartölur eru í
brúnum lit (I. tafla).
Gróður- og jarðakort (1 : 20 000) eru
nokkuð frábrugðin að útliti. Þar er ræktað
land dökkgrænt, allt annað gróið land er í
ljósgrænum lit og aðgreint í þrjá aðal-
flokka með mismunandi mynztrum,
þurrlendi, votlendi og óaðgreind gróð-
urhverfi. Hæðarlínur eru brúnar, ógróið
land er hvítt með brúnum bókstöfum, sem
I. TAFLA.
Gróður- og landgreining á gróðurkortum. Gróðurlendin 14 eru flokkuð í rúmlega 90 gróðurhveríi. Aðrar ^
upplýsingar, sem lesa má af gróðurkortum, koma fram í neðri hluta töflunnar.
TABLEI
Vegetation and land cover classification on vegetation maps. The upper half of the table shows the names of
14 major plant communides, their designation by letter and number on the maps and the number of plant
sociations in each community. The last column indicates color on the maps. The lower half of the table
shows land types and other features on the maps, names, colors and symbols.