Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 94

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 94
92 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ætar og plöntur, sem vaxa í góðri birtu. Afbragðs-beitarplöntur geta verið óbitnar með öllu og því gagnslausar búfé, _ef þær vaxa t. d. innan um lyng og runna, þar sem skepnurnar ná illa til þeirra. Plöntuval er breytilegt eftir tegund búQár, og af þeim sökum er hagkvæmara, að gróðurlendi séu bitin af fleiri en einni tegund búfjár, — nýtingin verður þá jafnari. Fleiri atriði mætti nefna, er hafa áhrif á plöntuval og beitargildi, en þetta verður látið nægja. Pær rannsóknir, sem hér hafa verið gerðar á beitargildi úthagaplantna, hafa farið fram á öllum árstímum og á mörgum helztu gróðurlendum landsins, þar sem flestar algengustu beitarplönturnar vaxa. Af þessum gróðurlendum má nefna mosaþembur, graslendi, kvistlendi ýmiss konar, jaðra, mýrlendi, blómlendi og skóglendi, en skógræktargirðingar með ýmsum tegundum lauf- og barrtrjáa hafa verið fengnar til afnota í þessu skyni. Framan affóru rannsóknirnar fram á lág- lendi, en nú hafa verið hafnar rannsóknir á beitargildi plantna og plöntuvali sauðfjár í mismunandi hæð yfir sjávarmáli, og verð- ur þeim haldið áfram næstu árin. Fyrstu rannsóknir á plöntuvali sauðfjár hér á landi, sem hófust 1961, fóru fram á þann hátt, að farið var um gróðurlendi, þar sem sauðfé haíði verið á beit, og rann- sakað, hvaða plöntur höfðu verið bitnar. Sú aðferð, sem hér var tekin upp árið 1964, var fólgin í því að nota sauðfé með hálsop og söfnunarpoka. Gert er op á vélinda kindar og vélindað tengt fast við háls- húðina, svo að op myndast í gegn. Síðan er komið fyrir loku í opinu, sem er þannig, að hún kemur ekki í veg fyrir, að kindin geti kyngt fóðrinu á eðlilegan hátt. Opið á hálsinum er um 1.5X3 sentímetrar að stærð. Þegar safna á sýnishornum af þeim gróðri, sem skepnan bítur, er lokan tekin úr opinu og poki festur um háls kindar- innar. Fer þá mestur hluti hins bitna gróðurs í pokann. Vanalega er lokan fjarlægð aðeins eina klukkustund í einu tvisvar á dag. Sé vélinda opið lengur, tap- ar kindin of miklu munnvatni og getur verið hætta búin af þeim sökum. I sýnishornum þeim, sem safnast í pokann, má auðveldlega greina með smásjá, hve mikið hefur verið bitið af hverri tegund plantna. Sýnishornin verða þó ónothæf, ef kindin jórtrar meðan á söfnun stendur. I munni og á leið niður vélinda verður sú efnabreyting á hinum bitna gróðri, að hvatar í munnvatni leysa upp nokkuð af auðleystum sykrum (kol- hýdrötum) og fosfór, og eitthvað af natr- íum og kalíum blandast sýninu úr munn- vatninu. Þess vegna er ekki unnt að ákvarða magn þessara efna í sýninu, en hins vegar magn próteíns, trénis og annarra steinefna en hinna framantöldu. Þá er ákvarðaður meltanleiki þurrefnis í fóðrinu, og er aðferðinni við þá ákvörðun lýst síðar. Enda þótt þessi rannsóknaraðferð sé miklu nákvæmari og veiti meiri vitneskju en hin eldri, sem raunverulega sýndi að- eins, hvaða plöntur höfðu verið bitnar, en ekki, hve mikið af þeim, hefur komið í ljós furðugott samræmi milli þessara tveggja aðferða. Islenzkir úthagar eru nú aðallega not- aðir til beitar á sumrin, en lítið á veturna, og þess vegna hefur beitargildi plantna og plöntuval búfjár einkum verið athugað á sumrin. Nokkrar rannsóknir hafa þó verið gerðar árið um kring til þess að kanna breytingar eftir árstíðum. Niðurstöður rannsóknanna sýna, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.