Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 34

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 34
32 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR það væri lokastigið. Ef skóglendi væri í nánd og landið friðað, verður skógurinn lokastig gróðrarsögunnar. Má sjá þess greinileg merki í og við skógargirðingar. En þá leggur skógurinn oft undir sig blás- inn melinn án nokkurs millistigs. En nýgræður finnast víðar en á gömlum uppblásturssvæðum. Skriður í fjallahlíð- um gróa oft að nýju á fáeinum árum, eins og víða sjást ljós merki, enda er þar bæði jarðvegur og hæfilegur raki. Gróður frá aðliggjandi gróðurlendum sækir inn í skriðuna, svo að þar verður sjaldan um veruleg millistig að ræða. Þó munu grös að öllum jafnaði fara á undan smárunnum, enda þótt runnagróður verði lokastigið. Víðáttumeiri nýgræður eru þó á áreyrum og í óshólmum, bæði við hin stærri vatns- föll og eins þar sem lækir falla í smærri BLÓMLENDI Þar sem gróðurskilyrði eru hagstæðust, svo sem mikið sólfar, skjól, hæfilegur raki, alldjúpur snjór eða ef áburður berst að, t. d. fugladrit í björgum, skapast sér- kennilegt gróðurlendi, sem hér er lýst í einu lagi, þótt raunar sé um mörg gróð- urhverfi og jafnvel gróðursveitir að ræða. Kallast það blómlendi Ll. Sjaldnast þekur blómlendið stór svæði. Aðaleinkenni þess eru hávaxnar og blómskrúðugar tvíkímblaða jurtir, en grasa og hálfgrasa gætir lítt í gróðursvip, enda þótt þær lífmyndir, einkum grösin, þeki oft allmikið af yfirborði sem undir- gróður jurtanna. Oft ná jurtirnar allt að eins metra hæð eða jafnvel meira. Kallast slík stórvaxin jurtasamfélög oft jurtastóð eða blómstóð og eru þá oft kennd við ein- stakar tegundir, t. d. hvannstóð. Gróður blómlendisins er samfelldur, vötn og tjarnir. Á áreyrum eru oft veru- legar nýgræður, þar sem gróður er á breytingastigi og hann byrjar næsta strjáll og oft sundurleitur á malareyrum eða sandi, en þéttist svo, að fram kemur vall- lendi eða víðiflesjur. Gengur sú breyting furðufljótt, ef gróðurinn fær frið, því að raki er þar nægur. Helztu tegundir á slík- um gróandi áreyrum eru: eyrarós, grávíðir, loðvíðir, kattartunga, skriðlíngresi, snarrótar- puntur og túnvingull. I gróðurlyklinum eru taldar þrenns konar nýgræður, einkenndar af þeim plöntum, sem gefa þeim svip. Eru þær þessar: nýgrœður með grösum Kl, nýgræður með elftingu K2 og nýgrœður með hrafnafífu og hálmgresi K3. Hefur þeim verið lýst í al- menna yfirlitinu. mosi oftast lítill í rót. Víðátta blómlend- anna er oftast fremur lítil og takmarkast oft af landslagi. Blómlendi er títt að finna í gilhvömmum, hraunkötlum, bjargsyllum, í fuglabjörgum, skriðugeirum, hlíða- lautum, lækjadrögum og árbökkum. Er þá oft vandgreint, hvort um blómlendi eða snjódæld er að ræða. Þá er ekki óalgengt, efgraslendi er friðað um skeið, að jurtirnar þjóti upp í því, svo að það raunverulega breytist í blómlendi á stuttum tíma. Sýnir það ljóslega, að fénaður sækir í ýmsar bljómjurtirnar og tínir þær innan úr grasinu. Blómlendið er mjög fjölskrúðugt og tegundir þéttar, þ. e. margar tegundir vaxa á litlum svæðum, svo að oft verður erfitt að segja um, hver sé einkennistegund öðrum fremur, og verða því skilgreiningar einstakra gróðurhverfa oft vandkvæðum bundnar. Nokkur gróðurhverfi hafa þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.