Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 46

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 46
44 ISLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR gróðurlög, botngróður, sem ætíð þekur botninn, en vex ekki upp í hin efri lög vatnsins, flot- eða flækjugróður, botnfastar plöntur, sem vaxa upp í efri vatnslögin, og fljóta blöð þeirra og stönglar oft í vatns- skorpunni, og loftgróður, en það eru þær plöntur, sem teygja sig verulega upp úr vatninu. Enda þótt tegundir vatnaplantna séu ekki margar, mynda þær þó gróðurhverfi og gróðursveitir rétt eins og þær, sem vaxa á þurru landi. En ekki verður hér lýst nema fjórum gróðursveitum vatna. Eins og fyrr var getið, verða mörk flóa- og tjarnagróðurs oft næsta óskýr. Flóa- plönturnar vaxa út í tjarnir og grunn vötn án skýrra marka, en þau verða sett, þegar mosi hverfur úr botnlaginu, sem verður venjulega í grunnu vatni. Nokkrar flóa- plöntur ná mestum þroska við vatnsbakka eða í tjörnum, og einkum verða þær stór- vaxnar í grunnum og kyrrum vatnavikum. Allir þekkja stararflögurnar, sem ein- kenna mörg vötn og tjarnir, en gróður þeirra, er aðallega hinar stórvöxnu starir, gulstör og tjarnastör, einkum þó hin síð- arnefnda. Helztu fylgitegundir þeirra, ef einhverjar eru, eru horblaðka vatnsnál og ýmsar nykrur. Mætti þar tala um gulstar- ar- eða tjarnastararhverfi, sem einu nafni mætti kalla stórstarasveit. I gróðurlyklinum eru tilgreind þrjú hverfi vatnagróðurs; tvö heyra til loft- gróðrinum, en eitt botngróðri. Fergin Aðaltegund hverfisins er ferginið V20, há- vaxin elftingartegund, sem vex í síkjum og tjörnum, en segja má, að það fylgi nær algerlega flæðimýrinni, sé raunar ein gróðursveit hennar. Skera hinir dökk- grænu ferginkílar sig mjög úr innan um gulgræna gulstararmýrina. Ferginið vex oft allþétt, og þar sem það er einnig há- vaxið, verður heyfall allmikið í fergin- kílum. Mjög fáar fylgitegundir eru með fergininu, helztar þeirra horblaðka og vatnsnál. Vatnsnál Vatnsnálin V21 vex hátt upp úr vatninu líkt og ferginið, en verður þó tæplega jafnhá. En þar sem ferginið er fagurgrænt, er vatnsnálin oftast mógræn á lit. Hún er algeng í smáum stíl um land allt, en óvíða svo þétt, að hún myndi veruleg gróð- urhverfi nema helzt í grunnum smátjörn- um. Sjaldan vex hún í flóasveitunum, þar sem ferginið er oft algengt innan um gul- stör og jafnvel í klófífusveit. Þar sem vatnsnálin myndar gróðurhverfi, eru fylgitegundir hinar sömu og ferginisins. I Austur-Skaftafellssýslu og ef til vill víðar myndar vatnsnálin víðáttumiklar breiður í grunnum lónum úti við ströndina. Sjást breiður þessar langt að. Er hún þar bæði há og þéttvaxin. Sennilega er einhver selta í lónum þessum, sem aðeins eru skilin frá sjó með sandrifjum, sem ósar grafast víða gegnum. Flagasóley-vatnsliðagras I grunnum tjörnum og út frá bökkum annarra stærri er vatnsbotninn oft græn- litaður, og sést það oft bezt, þegar tjarn- irnar þorna. Helztu tegundirnar eru þar flagasóley og vatnsliðagras V22. Allmargar tegundir finnast í þessu gróðurlagi, og mætti vafalaust greina þar sérstök gróð- urhverfi. Hér verða einungis taldar þær tegundir, sem oftast finnast í þessum botngróðri, en þær eru: hnúðsef, alurt, en þær eru einkum á Suðurlandi, enn fremur kattarjurt, vatnsnæli ogjafnvel lónasóley, sem þá heyrir til flotgróðrinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.