Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 147

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 147
NIÐURSTÖÐUR GRÓÐURRANNSÓKNA OG KORTAGERÐAR 145 Hestur í Borgaríirði Allt land jarðarinnar er í 0-200 m h. y. s., en útreikningar af jarðakortum eru gerðir fyrir hvert hæðarbelti eins og af há- lendiskortunum. Jörðin er um 821 ha. og algróið land 627 ha., um 76% af landsstærð. Beitarþol er 48928 beitardagar, þ. e. beit fyrir um 255 ærgildi í 90 daga. Þarf því 2,5 ha. gróður- lendis fyrir ærgildið þennan tíma, og bendir það til þess, að Hestsland sé ekki sérlega gott beitiland, enda eru um 62% þess votlendi. Hér skal þess getið, að mikið votlendi hefur verið ræst fram, síðan kort var gert af landinu, og hefur það leitt til gróðurfarsbreytinga og aukins beitarþols. Hér hefur ekki verið tekið tillit til þessarar aukningar. Um 53% jarðarinnar eru ræktanlegt land, og önnur 6% eru ræktunarhæf með nokkurri grjóthreinsun. Tæp 80% hins ræktanlega lands eru votlendi. Þau tvö dæmi, sem hér eru tekin af há- lendi og láglendi, sýna glöggt, hversu mikla fræðslu gróðurkortin og gróður- rannsóknirnar veita um stærð og eðli gróins lands, jarðveg, ræktunarhæfni o. s. frv. Þau eru alger forsenda útreikninga á beitarþoli og hóflegrar landnýtingar, hvort sem er á afréttum eða í byggð, og án þeirra er ekki unnt að gera sér viðhlítandi grein fyrir landgæðum. Nú er mikið um það rætt að færa landbúnaðarframleiðsl- una meira til samræmis við landgæði en gert hefur verið til þessa. Þetta er ófram- kvæmanlegt án gróður- og jarðakorta, og tæknilega er ekkert að vanbúnaði að gera þau. Til er í landinu hinn fullkomnasti tækjabúnaður til gerðar nákvæmra grunn- korta (myndkorta), og með þeim rann- sóknum, sem hér hefur verið lýst, hefur verið lagður grundvöllur til að meta land- gæði. Slíkur grundvöllur verður að vísu seint fullkominn, og rannsóknunum verð- ur að halda áfram til að styrkja hann enn betur. En af þeim sökum þarf ekki lengur að bíða með að hraða framkvæmdum við gerð jarðakorta á láglendi og við að koma skipulagi á nýtingu beitilandanna, sér- staklega á hálendi, þar sem ástandið er verst. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.