Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 41

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 41
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 39 allmargra blómjurta, svo sem hrafna- klukku, mýrfjólu, lyfjagrass, mýrasóleyjar og sums staðar mjaburtar. Hér eru gróðurhverfi mýrastarar- sveitarinnar sameinuð í sex deildir, eins og fyrr segir, svo að þau hverfi, sem skyldust eru og líkust að tegundum og vaxtarstöð- um, eru tekin saman í eitt. Er þar fyrst U5, þar sem mýrastörin er nær hrein eða a. m. k. annarra tegunda gætir ekki að nokkru ráði. Slík hrein mýrastararhverfi finnast hvergi nema þar, sem mýrin liggur undir vatni einhvern tíma árs, t. d. í áveituhólf- um, þar sem vatn liggur á vorin eða þar sem vatn getur safnazt í haustrigningum, svo að landið er þakið ís að vetrinum. En verði vatnið of djúpt eða liggi lengur en góðu hófi gegnir, koma fram rotskellur, og störin deyr. Þá eru mýrastarar-hengistarar- hverfi U6 og mýrastarar-klófífuhverfi U7 skyld á ýmsan hátt; eru þau í senn blautustu og tegundafæstu hverfi star- mýrarinnar og líkjast mest flóanum bæði í því og öðru af öllum hennar hverfum. Saman við þessi hverfi eru tekin ýmis fleiri hverfi, þar sem þessar einkennistegundir koma fyrir án þess að verða ríkjandi ein- kennistegundir. Oft koma ýmsir smá- runnar fyrir í þessum hverfum, og einnig eru tekin með mýrastararhverfi, sem eru svo lítil að ummáli, að þau verða ekki greind frá á kortum. Stundum verðurgul- stör svo mikils vaxtar, að hún myndar hverfi með mýrastörinni U8. Mýrelfting er tíðum svo mikil í mýrastararsveitinni, að hún myndar hverfi með mýrastör U13. Líkist það mjög elftingarmýrinni og oft vandséð, hvort hverfið er. Pá eru ýmis hverfi með stinnustör, vallelftingu, grávíði og nokkrum fleiri tegundum. Eru öll þau hverfi sameinuð í U13. Einstakt í sinni röð er mýrastarar-ilmbjarkarhverfi U17, þar sem smávaxið birki vex innan um störina og verður ekki öllu hávaxnara en hún. Skúfgrasmýri U12 er þriðja sveit hálf- grasamýrarinnar. Par er mýrafinnungur að- altegundin, og stundum eru þar smá- blettir affitjafinnung. Skúfgrasmýrin finnst nær eingöngu í strandhéruðum, t. d. á Vestfjörðum og í útsveitum norðan lands og á Snæfellsnesi. Mýrafinnungurinn set- ur svip á landið; er mýrin grá- eða gulgræn yfir að líta, einkum er líður á sumar. Skúf- grasmýrin er slétt eða fleytingsþýfð. Er mýrafmnungurinn oft í toppum eða litlum breiðum, en aðrar tegundir á milli. Rakastig er mjög breytilegt; getur það nálgazt flóa og aftur verið nær eins þurrt og valllendi. Mýrafinnungur er fremur þyrrkingslegur, og sneiðir fé fremur hjá honum. Hann myndar gróðurhverfi með mýrastör, klófífu, hengistör og horblöðku. Oft er nokkuð um stinnustör og bláberjalyng. Annars eru tegundir þar margar hinar sömu og í hinum áðurtöldu mýrar- sveitum. Elftingarmýri Elftingarmýrin UIO gengur næst mýra- stararsveitinni að víðáttu og er gróður- farslega skyldust henni af öllum mýra- sveitunum. Er oft erfitt að greina á milli þessara tveggja gróðursveita. Reglan er að kalla þá fyrst elftingarmýri, þegar mýr- elftingin ræður bæði meira í gróðursvip og þekur meira en mýrastörin. Af gróður- hverfum elftingarmýrarinnar er elftingar- mýrastararhverfi miklu víðáttumest og al- gengast. Annars eru einkennistegundir elftingarmýrarinnar, ásamt elftingunni, mýrastór, hálíngresi, túnvingull gulstör, hvít- smári og þráðsef.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.