Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 30

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 30
30 2010; Laws o.fl., 2014). Tvær rannsóknir flokkuðu flutning eftir frumbyrjum og fjölbyrjum. Flutnings- tíðni frumbyrja var 37,8%-40,2% en flutningstíðni fjölbyrja var 12,5%-14,0% (Brocklehurst o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014) Í þeim rannsóknum sem flokkuðu ástæður fyr- ir flutningi í fæðingu voru algengustu ástæðurnar hægur framgangur, frávik í fósturhjartslætti, grænt legvatn eða þörf á frekari verkjastillingu (Bailey, 2017; Eide o.fl., 2009; Overgaard o.fl., 2011). Útkoma kvenna Blæðing eftir fæðingu Sjö rannsóknir voru með blæðingu eftir fæðingu sem útkomubreytu (Bailey, 2017; Bernitz o.fl., 2011; Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Laws o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011; Thornton o.fl., 2017). Í flestum þeirra virðist blæðing eftir fæðingu hafa verið áætluð en í tveimur rannsóknum var skoðað hvort konur hefðu þurft blóðgjöf eftir fæðingu og það notað sem viðmið fyrir blæðingu eftir fæðingu (Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2011). Í þremur rann- sóknum voru konur sem ætluðu sér að fæða á ljós- mæðrastýrðum einingum sjúkrahúsa, marktækt ólík- legri til að blæða eftir fæðingu heldur en konur sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa (Bailey, 2017; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011). Í rannsókn Thorntons (2017) voru konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa, marktækt líklegri til að blæða eftir fæðingu en konur sem ætluðu sér að fæða á þver- fræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa. Spangaráverkar Ein rannsókn notaði heila spöng sem útkomu- breytu, en í rannsókn Overgaard (2011) voru mark- tækt meiri líkur á heilli spöng hjá konum sem ætl- uðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa heldur en hjá þeim sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa. Sjö rannsóknir báru saman alvarlegar spangarrifur, eða þriðju og fjórðu gráðu rifur, eftir fæðingarstöð- um. Tvær rannsóknir sýndu marktækt minni líkur á alvarlegum spangarrifum hjá konum sem ætluðu sér fæða á ljósmæðrastýrðum einingum heldur en hjá þeim sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild (Davis o.fl., 2011; Laws o.fl., 2014) og ein rannsókn sýndi marktækt meiri líkur á alvar- legum spangarrifum ef konur ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu inni á sjúkrahúsi sam- anborið við konur sem ætluðu sér að fæða á þver- fræðilegri fæðingardeild (Laws o.fl., 2010). Í sex rannsóknum voru konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, marktækt ólík- legri til að fá spangarklippingu heldur en konur sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa (Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Eide o.fl., 2009; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Laws o.fl., 2014). Útkoma nýbura Apgar Fimm rannsóknir báru saman Apgar–skor eft- ir fæðingarstöðum. Ekki var marktækur munur á Apgar–skorum nýbura á milli fæðingarstaða í neinni rannsóknanna (Bernitz o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011; Thornton o.fl., 2017). Innlögn nýbura á vökudeild Í rannsókn Baileys (2017) var heilt yfir ómarktækur munur en þegar frumbyrjur voru flokkaðar frá fjöl- byrjum, þá kom í ljós að marktækt minni líkur voru á að börn frumbyrja, sem ætluðu sér að fæða á ljós- mæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa, væru lögð inn á vökudeild samanborið við börn frumbyrja sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild (Bailey, 2017). Í rannsókn Laws og félaga (2010) voru börn kvenna, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðra- stýrðri einingu innan sjúkrahúsa, marktækt ólík- legri til að leggjast inn á vökudeild heldur en börn kvenna sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. Alvarlegar útkomur nýbura Í fjórum rannsóknum var andvana fæðing, ný- buradauði eða fósturköfnun útkomubreyta. Engin rannsóknanna sýndi marktækan mun á útkomu eftir fæðingarstöðum (Bailey, 2017; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011). Þrjár rann- sóknir flokkuðu saman nokkrar alvarlegar útkomur nýbura. Ekki fannst marktækur munur á útkomu ný- bura eftir fæðingarstöðum (Brocklehurst o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Thornton o.fl., 2017).

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.