Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 30

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 30
30 2010; Laws o.fl., 2014). Tvær rannsóknir flokkuðu flutning eftir frumbyrjum og fjölbyrjum. Flutnings- tíðni frumbyrja var 37,8%-40,2% en flutningstíðni fjölbyrja var 12,5%-14,0% (Brocklehurst o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014) Í þeim rannsóknum sem flokkuðu ástæður fyr- ir flutningi í fæðingu voru algengustu ástæðurnar hægur framgangur, frávik í fósturhjartslætti, grænt legvatn eða þörf á frekari verkjastillingu (Bailey, 2017; Eide o.fl., 2009; Overgaard o.fl., 2011). Útkoma kvenna Blæðing eftir fæðingu Sjö rannsóknir voru með blæðingu eftir fæðingu sem útkomubreytu (Bailey, 2017; Bernitz o.fl., 2011; Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Laws o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011; Thornton o.fl., 2017). Í flestum þeirra virðist blæðing eftir fæðingu hafa verið áætluð en í tveimur rannsóknum var skoðað hvort konur hefðu þurft blóðgjöf eftir fæðingu og það notað sem viðmið fyrir blæðingu eftir fæðingu (Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2011). Í þremur rann- sóknum voru konur sem ætluðu sér að fæða á ljós- mæðrastýrðum einingum sjúkrahúsa, marktækt ólík- legri til að blæða eftir fæðingu heldur en konur sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa (Bailey, 2017; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011). Í rannsókn Thorntons (2017) voru konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa, marktækt líklegri til að blæða eftir fæðingu en konur sem ætluðu sér að fæða á þver- fræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa. Spangaráverkar Ein rannsókn notaði heila spöng sem útkomu- breytu, en í rannsókn Overgaard (2011) voru mark- tækt meiri líkur á heilli spöng hjá konum sem ætl- uðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa heldur en hjá þeim sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa. Sjö rannsóknir báru saman alvarlegar spangarrifur, eða þriðju og fjórðu gráðu rifur, eftir fæðingarstöð- um. Tvær rannsóknir sýndu marktækt minni líkur á alvarlegum spangarrifum hjá konum sem ætluðu sér fæða á ljósmæðrastýrðum einingum heldur en hjá þeim sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild (Davis o.fl., 2011; Laws o.fl., 2014) og ein rannsókn sýndi marktækt meiri líkur á alvar- legum spangarrifum ef konur ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu inni á sjúkrahúsi sam- anborið við konur sem ætluðu sér að fæða á þver- fræðilegri fæðingardeild (Laws o.fl., 2010). Í sex rannsóknum voru konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, marktækt ólík- legri til að fá spangarklippingu heldur en konur sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúsa (Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Eide o.fl., 2009; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Laws o.fl., 2014). Útkoma nýbura Apgar Fimm rannsóknir báru saman Apgar–skor eft- ir fæðingarstöðum. Ekki var marktækur munur á Apgar–skorum nýbura á milli fæðingarstaða í neinni rannsóknanna (Bernitz o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011; Thornton o.fl., 2017). Innlögn nýbura á vökudeild Í rannsókn Baileys (2017) var heilt yfir ómarktækur munur en þegar frumbyrjur voru flokkaðar frá fjöl- byrjum, þá kom í ljós að marktækt minni líkur voru á að börn frumbyrja, sem ætluðu sér að fæða á ljós- mæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa, væru lögð inn á vökudeild samanborið við börn frumbyrja sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild (Bailey, 2017). Í rannsókn Laws og félaga (2010) voru börn kvenna, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðra- stýrðri einingu innan sjúkrahúsa, marktækt ólík- legri til að leggjast inn á vökudeild heldur en börn kvenna sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. Alvarlegar útkomur nýbura Í fjórum rannsóknum var andvana fæðing, ný- buradauði eða fósturköfnun útkomubreyta. Engin rannsóknanna sýndi marktækan mun á útkomu eftir fæðingarstöðum (Bailey, 2017; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011). Þrjár rann- sóknir flokkuðu saman nokkrar alvarlegar útkomur nýbura. Ekki fannst marktækur munur á útkomu ný- bura eftir fæðingarstöðum (Brocklehurst o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Thornton o.fl., 2017).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.