Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 65

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 65
65 in með bækur eins og „Forystufé“ á náttborðið“. Segir Kristín hlæjandi. Hún segir að þessar gömlu sögur séu lang oftast um karla, skrifaðar af körlum og öll sú rómantíska sýn á arfleifðina sem þeim fylgir verði þar af leiðandi svo útilokandi. „Þannig að þegar ég las gömlu ljósmæðrabækurnar þá fundust mér þær svo stórkostlegar og ljósmæð- urnar svo miklir naglar og þess vegna svo góðir fulltrúar inn í þessa hrakninga- og hetjuhefð og svo ómótstæðilegur hluti af þeim að þetta séu konur og svona mikið á kvennasviðinu.“ Seg- ir Kristín og bætir við: „Það er oft talað um, í kvennasögulegu ljósi að þegar konur ná því hlut- verki að verða hetjur og gerendur í sögum að þá geri þær það með því að ganga inn í karlagildin og karlaheiminn en þetta er bara kvennaheimur- inn, hreinn og klár, og það er svo falleg blanda af hörkunni og blíðunni“. Þegar Kristín tók bækurnar aftur fram á síðasta ári í tengslum við annað verkefni sem hún var að vinna að, tók hún eftir því að í gegnum sögurnar af ljósmæðrunum liggja sameiginlegir þræðir og frásagnarstef sem vöktu áhuga hennar. „Þetta eru ekki bara þessar geggjuðu hetjusögur og frá- bæru týpur heldur er líka svo áhugavert að hugsa um sögurnar sem eru sagðar af þeim og hvað er lögð áhersla á að segja frá. Það var út frá þess- um stefjum sem ég fór að sjá fyrir mér að vinna úr þessu á ljóðaformi“. Kristín veit nákvæmlega hvenær hugmyndin kviknaði og les fyrir mig upp úr lestrardagbókinni sinni það sem hún skrifaði hjá sér þegar hún las ljósmæðrabækurnar: „Ég hef verið að hugsa mikið um þessar bækur, elskaði þær náttúrulega frá upphafi sem ræki- lega og kvenlega útgáfu af þjóðlegum fróðleik, sem ég á í svo togstreitukenndu sambandi við, en þetta eru hetjusögur ekki af karlmönnum eða sauðfé heldur konum sem brjótast yfir vötn og vegleysur, sigrast á náttúrunni til að þjóna nátt- úrunni, leggja út í ár og farartálma óttalausar og helteknar af hugsjóninni um fæðingarhjálp- ina, betri en karlmenn, öruggari en karlmenn, ratvissari en karlmenn, búa yfir hárfínu jafnvægi blíðu og hörku, umhyggjusemi og dirfsku – vaka yfir lífi og dauða. … Og þessi sterku stef sem eru í sögunum kveiktu með mér þá hugmynd að vinna úr þeim einhvers konar dokúmentasjónarljóð“. Stefin Kristín segir að hún hafi hugsað sig tvisvar um áður en hún ákvað að demba sér í skrifin því hún hafi vitað að þetta yrði mikil vinna. Vinnuferlið einkenndist af mikilli handavinnu. Hún glós- aði tugi blaðsíðna upp úr bókunum og glósaði svo upp úr glósunum, klippti út, endurraðaði og flokkaði í efnisflokka þar til ljóðlínur fóru að myndast. Engu er bætt við, allur ljóðatextinn er upp úr bókunum, tekinn í sundur og settur saman og svo er bókinni skipt upp í kafla eftir stefjunum svo úr verður einhvers konar samfelld frásögn. En hvaða stef eru það sem koma í ljós þegar sögurn- ar eru skoðaðar? „Fyrsta stefið er líklega þráin, fróðleiksþrá- in í bernsku, þetta klassíska með að vilja vera drengur sem sést svo oft í nítjándu aldar sögum og bara þráin til að verða eitthvað. Svo taka við mannlýsingar, erfiðleikar sem eru yfirstignir, mikl- ar veðurlýsingar og auðvitað hetjusögurnar sjálf- Kristín Svava Tómasdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.